Gautsstaðir í 1. sæti og Stóru-Tjarnir í 3. sæti á landsvísu

0
373

Kýrnar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd mjólkuðu mest allra á landinu, eða 8.308 lítra árið 2015. Kúabúið á Stóru-Tjörnum varð í þriðja sæti yfir afurðahæstu búin en kýrnar þeirra Laufeyjar og Ásvaldar mjólkuðu að meðaltali 7.860 lítra á síðasta ári. Kýrnar á Stóru-Tjörnum hafa verði á topp 10 listanum undanfarin ár, en árið 2013 varð Stóru-Tjarnabúið í öðru sæti á listanum með “aðeins” 7.524 lítra að meðaltali eftir kúnna. Hér má sjá lista yfir bú með 4.500 lítra eða meira á árinu 2015

Afurðir 2015
Topp 20 listinn í ár

Hriflu og Halllands búin náðu einnig inn á topp-20 listann, en kýrnar á þeim búum mjólkuðu 7.370 lítra.

Laufey og Ásvaldur áttu líka nokkrar kýr sem mjólkuðu mikið á síðasta ári og sjá má listann yfir afurða hæstu kýrnar hér.

Helstu niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt

Ásvaldur og Laufey
Ásvaldur og Laufey. Mynd: Heiða Kjartans