Gasmengun yfir Suður-Þingeyjarsýslu í dag og á morgun

0
184

Í dag (miðvikudag) er spáð sunnanátt og dreifist þá gasmengunin frá eldgosinu til norðurs og markast áhrifasvæðið af Bárðardal í vestri og Hólasandi í austri. Suðvestlægari vindur í kvöld og færist þá svæðið heldur til austur allt austur að Þistilfirði. Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar.

Gasspáin í dag 1. október.
Gasspáin í dag 1. október.

 

Á morgun, fimmtudag er spáð fremur hægum vindi yfir gosstöðvunum og dreifist mengun þá lítið út fyrir nágrenni gosstöðvanna en síðdegis hvessir af suðri og markast áhrifasvæðið þá aftur af Bárðadal í vestri og Hólasandi í austri.

 

Veðurstofan hefur hannað sérstakt skráningarform svo fólk geti látið vita af brennisteinsmengun.

Hver ný skráning birtist jafnóðum á korti þar sem upplýsingarnar safnast saman.

Gasmengunin á morgun 2. október
Gasmengunin á morgun 2. október