Gangamenn léttklæddir í Vaðlaheiðargöngum

0
96

Við borun í Vaðlaheiðargöngum í gær var borað í vatnsæð með um 250-300 l/s af um 46°C heitu vatni, sem gerir starfsmönnum erfitt fyrir. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga. Starfsmenn Ósafls sem vinna við gerð Vaðlaheiðarganga hafa því verið léttklæddir við vinnu sína í gær og í dag vegna hitans í göngunum. 

Léttklæddur starfsmaður í Vaðlaheiðargöngum.
Léttklæddur starfsmaður í Vaðlaheiðargöngum. Mynd: Oddur Sigurðsson.

Að sögn Valgeirs Bergmanns yfirverkstjóra hjá Ósafli var brugðið á það ráð að sprauta köldu vatni yfir starfsmenn til þess að gera vinnu þeirra bærilegri. Ljóst er að vatnslekinn tefur eitthvað framkvæmdir við göngin en erfitt er að segja til um það núna hve tafirnar verða miklar. Boraðar hafa verið fleiri holur til að hleypa vatninu út en vonast er eftir því að vatnslekin minnki með tímanum.

Eins og sést á þessari mynd er þetta nokkuð mikið vatn.
Eins og sést á þessari mynd er þetta nokkuð mikið vatn. Mynd: Oddur Sigurðsson.

Framvinda síðustu viku var nokkuð góð og stefndi í met viku, en vatnsleikinn kom í vegfyrir met. Göngin lengdust samt sem áður um 87,5 m síðustu viku. Lengd Vaðalheiðarganga er því 1.863,5 m sem er 26% af heildarlengd. 

Meðfylgjandi myndir tók Oddur Sigurðsson, eftirlitsmaður.