Gæðunum misskipt

0
82

Vetursins 2013-2014 verður minnst sem vetursins sem snjómagni var verulega misskipt eftir búsetu í Þingeyjarsýslu. Nær ekkert snjóaði td. á Tjörnesi annan veturinn í röð og þótti það næstum fréttnæmt þegar gránaði smávegis á nesinu. Í lágsveitum sunnan Húsavíkur var mun minni snjór í vetur en í fyrra, en í hásveitum eins og Bárðardal snjóaði gríðarlega í vetur og miklu meira en í fyrra og tekur snjóinn hægt upp.

Nægur snjór er enn í Bárðardal og geta áhugasamir nýtt sér það. Mynd tekin frá Sigurðarstöðum.
Nægur snjór er enn í Bárðardal og geta áhugasamir nýtt sér það. Mynd tekin frá Sigurðarstöðum.

Bárðdælingur, sem átti leið um lágsveitarhluta Þingeyjarsveitar í gær, sá að búið var sumstaðar að ganga frá kornökrum og var ekki laust við að honum vær nokkuð brugðið að sjá hve gæðunum hefur verið misskipt eftir búsetu í vetur.

“Þetta er svo ótrúlegur munur og það er erfitt að fá fólk til að trúa nema sjá af því myndir”, sagði Ríkarður Sölvason á Sigurðarstöðum í Bárðardal í spjalli við 641.is í morgun.

Séð suður Bárðardal. Snjómælingarstaurinn fyrir miðri mynd.
Séð suður Bárðardal. Snjómælingarstaurinn fyrir miðri mynd. Smella á til að skoða stærri útgáfu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á myndinni hér að ofan sést snjómælingastaurinn Ríkarðs sem hann les af með kíkir. Þar er snjólínan skammt neðan við 50 sm. naglann en 100 sm. naglinn hvarf um tíma í vetur. Þó hefur ekkert snjóað síðan 12. apríl og verið sól marga dagana, en nær alltaf frost um nætur.

Á meðan tún eru byrjuð að grænka í sumum sveitum sýslunnar er enn mikill snjór í Bárðardal og víst er að enn er langt í að hann hverfi alveg.