Gæðastund á bókasafni

0
133

Á bókasafninu í Stórutjarnaskóla var lesið uppúr nýjum bókum á fimmtudagskvöldið. Þær Aníta Þórarinsdóttir bókavörður og Sigrún Jónsdóttir skólabókavörður, buðu fólki að koma og eiga saman notalega kvöldstund. Þær buðu uppá kaffi, te, vatn, heimabakaðar smákökur og súkkulaði, kveiktu á kertum og öðrum jólaljósum, svo úr varð falleg og afslappandi umgjörð.

Ingvar Vagnsson eiginmaður Anítu reið á vaðið og las uppúr bókinni ,,Vonarland,, eftir Kristínu Steinsdóttur. Agnes Þórunn Guðbergsdóttir kennari las úr ,,Svart hvítir dagar,, eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur. Sigrún Jónsdóttir las úr ljóðabókinni ,,Ekki á vísan að róa,, eftir Egil Eðvarðsson þessi bók er merkt sem barnabók, en er ekki síður fyrir fullorðna. Aníta valdi að lesa uppúr bók eftir nýjan höfund Soffíu Bjarnadóttur sem heitir ,,Segulskekkja,, . Hanna Berglind Jónsdóttir nýráðin leikskólakennari við Tjarnaskjól, bauðst til að lesa óundirbúin úr bókinni ,,Saga þeirra, sagan mín,, í samantekt Helgu Guðrúnar Johnson og þar á eftir bauðst Ólafur Arngrímsson til að lesa, einnig óundirbúinn, úr bókinni ,,Lungnafiskarnir,, eftir Gyrði Elíasson. Allt voru þetta mjög áhugaverðar bækur og lesarar áheyrilegir.

Vel var mætt til þessarar gæðastundar, fólk naut þess að slaka á hlusta. Það er eitthvað notalegt við það að láta lesa fyrir sig, eitthvert afturhvarf til barnæsku og vekur upp góðar minningar. Ég tek hatt minn ofan fyrir svona fólki sem gefur af sér til samfélagsins, það er einmitt það, sem gerir svona lítið samfélag eins og okkar svo eftirsóknarvert.

Sigrún, Ingvar og Aníta.
Sigrún, Ingvar og Aníta.

 

 

 

 

 

 

IMG_5773

 

 

 

 

IMG_5780

 

 

 

 

IMG_5784

 

 

 

 

Hanna Berglind
Hanna Berglind