Hjólað yfir Sprengisand árið 1933

0
282

Bretinn Horace Dall (1901–1986) var með þeim fyrstu til þess að hjóla yfir miðhálendi Íslands árið 1933. Dall hjólaði einn síns liðs um Ísland og tók margar merkilegar ljósmyndir. Hann hjólaði ma. yfir Sprengisand og kom til byggða á Mýri í Bárðardal. Myndirnar eru einstakar og hafa ekki komið fyrir almenningssjónnir fyrr en nú. Lemúrinn.is segir frá þessu.

Horace Dall.
Horace Dall.

Vegir á Íslandi voru mjög lélegir á þessum árum, í mögrum tilfellum bara kindagötur og allar samgöngur erfiðar. Ferðin var því mikið afrek. Eins og sjá má var Dall hæfileikaríkur ljósmyndari og skrifaði bráðskemmtilegar lýsingar í dagbókarstíl fyrir hverja mynd.

 

 

Ben Searlie er enskur blaðamaður og ljósmyndari sem skrifað hefur um þetta flandur Horace Dall um Ísland. Hér má lesa tímaritsgrein eftir hann sem ber nafnið Over unknown Iceland on a Raleigh Roadster og á vefsíðu Searlie er hægt að skoða fleiri Íslands­myndir eftir Dall og lýsingar hans á landi og þjóð.

Hofsjökull árið 1933
Hofsjökull árið 1933
Skammt sunnan Stóruvalla í Bárðardal. Í lýsingu um þess mynd segir Horace að nánast ómögulegt hafi verið að hjóla í þessum kindagötum sem voru sumstaðar tveggja feta djúpra og pedalarnir rákust alltaf í bakkann.
Skammt sunnan Stóruvalla í Bárðardal. Í lýsingu um þess mynd segir Horace að nánast ómögulegt hafi verið að hjóla í þessum kindagötum sem voru sumstaðar tveggja feta djúpra og pedalarnir rákust alltaf í bakkann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að lesa nánar um Horace á Lemúrinn.is.

Einnig má skoða fleiri myndir hér fyrir neðan.

[slideshow_deploy id=’5407′]