Fyrstu niðurstöður skýrsluhalds 2012

0
93

Búið er að birta á bondi.is fyrstu niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir árið 2012.  Um er að ræða uppgjör þeirra gagna sem þegar hafa borist en frekari gögn munu bætast við á næstu vikum.

logo LS

Nokkrar helstu niðurstöður það sem af er eru m.a. að mestu afurðir eftir ána á búum með fleiri en 100 skýrslufærðar ær voru í Gýgjarhólskoti í Árnessýslu eða 41,3 kg.  Þar á eftir kom búið á Skjaldfönn við Djúp með 38,3 kg og síðan Bassastaðir á Ströndum með 38,1 kg. Sjá hér

 

Ef Þingeysk sauðfjárbú eru skoðuð sérstaklega, án tilits til sauðfjárfjölda, er Héðinn Sverrisson bóndi á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit efstur með 39,3 kíló og 2,26 fædd lömb eftir hverja á. Brynjar Halldórsson í Gilhaga Norður-Þingeyjarsýslu er að vísu með aðeins hærri vikt, eða 40,9 kíló en hann er aðeins með 6 skýrslufærðar ær. Sjá nánar hér

Einnig er búið að birta lista yfir þau bú sem fengu hæstu gerðareinkunn þar sem lagðir voru inn 100 dilkar eða fleiri. Það er Dagbjartur Bogi Ingimundarson bóndi í Brekku í Norður-Þingeyjarsýslu í 2. sæti yfir allt landið  með 11,53 í einkunn fyrir gerð. Hrafnhildur Kristjánsdóttir á Grænavatni er með 10,66 í einkunn og Halldór og Elín á Bjarnastöðum í Norður -Þingeyjarsýslu eru með 10,62 fyrir gerð. Sjá allan listann r