Fyrsti tunglfarinn í heimsókn í Þingeyjarsýslu

0
271

Nú er er nýlokið kvikmyndatökum á heimildamynd um fyrsta manninn sem flaug umhverfis tunglið, geimfaranum Bill Anders, en tökurnar fóru fram í Þingeyjarsýslu nú nýlega. Tökurnar fóru fram á sömu slóðum og fyrstu geimfararnir æfðu sig árin 1965 og 1969. Örlygur Hnefill Örlygsson ljósmyndari á Húsavík er mikill áhugamaður um fyrstu geimferðirnar og hélt árið 2011 ljósmyndasýningu í Safnahúsinu á Húsavík um þessar æfingar geimfaranna á Íslandi á sínum tíma. Kvikmyndagerðarmaðurinn Andri Ómarsson í Reykjavík ákvað í framhaldinu að gera heimildamynd um æfingarnar og Bill Anders geimfara.

Bill Anders. Mynd : Ölygur Hnefill Örlygsson.
Bill Anders í Drekagili. Mynd : Ölygur Hnefill Örlygsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bill Anders gengdi herþjónustu í her varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli áður en hann fór í geimferðina og kom hann til Íslands í báðar geimfaraæfingaferðirnar árin 1965 og 1969 því hann hreyfst svo af Íslandi og hann var líka sá eini sem var staðkunnugur hér í hópnum. Geimfararnir æfðu sig ma. í Drekagili við Öskju og þar voru atriði í heimildamyndinni tekin upp. Einnig var æft í Mývatnssveit og víðar. Geimfararnir gerðu þó fleira en bara að æfa sig því þeir Bill og Neil Armstrong renndu fyrir silung í Laxá við Helluvað og það gerði Bill líka núna.

Nokkur leynd hvíldi yfir komu Bills til landsins og var það gert til þess að fá vinnufrið við tökurnar og heimildamyndinni. Bill fór af landi brott í gærmorgun. Að sögn Örlygs Hnefils Örlygssonar ljósmyndara og hótelstjóra á Húsavík gengu tökurnar vel og hafði geimfarinn gaman af því að heimsækja Þingeyjarsýslur á ný.

Feðgar: Örlygur Hnefill ásamt föður sínum og nafna og feðgarnir Greg og Bill Anders. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson.
Feðgar: Örlygur Hnefill ásamt föður sínum og nafna og feðgarnir Greg og Bill Anders. Mynd: Hlynur Þór Jensson.

 

Íslenskur 25 eyringur í hringferð um tunglið. 

Bill Anders tók íslenskan 25 eyring með sér í tunglferðina og er sá 25 eyringur örugglega víðförlasta íslenska myntin sem um getur. Bill gaf vini sínum Pétri Guðmundssyni fyrrum vallarstjóra á Keflavíkurflugvelli 25 eyringinn eftir að hann kom aftur til jarðarinnar.

Aðspurður um það hvenær myndin komi á hvíta tjaldið sagði Örlygur á tökurnar væru að miklu leiti búnar, fyrir utan myndatöku úr lofti og nokkur viðtöl við íslendinga sem aðstoðuðu við æfingarnar á sínum tíma. Örlygur vonar að það sé ekki mikið meira en ár í frumsýningu.  “Ég mun örugglega koma með hana í Þróttó” bætti Örlygur við í spjalli við 641.is nú í kvöld.  Hér má sjá fleiri myndir frá tökunum.Hópmynd af tökuliðinu í Drekagili. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson.
Hópmynd af tökuliðinu í Drekagili. Mynd: Örlygur Hnefill Örlygsson.