Fyrsti leikur Geisla 21. maí – Fyrsti heimaleikurinn 4. júni

0
169

Fyrsti meistaraflokksleikur Ungmennafélagsins Geisla í knattspyrnu karla í 4. deild, verður gegn liði Kormáks/Hvatar á Blöndósvelli laugardaginn 21. maí og hefst leikurinn kl 14:00. Fyrsti heimaleikur Geisla fer síðan fram á Geislavelli við Ýdali laugardaginn 4. júni gegn Létti úr Reykjavík og hefst leikurinn kl 14:00. Geisli spilar í C-riðli 4. deildar og má sjá allt leikjaplanið hér  fyrir C-riðil.

Íslandsmeistara Geisla í 3. flokki, 7 manna lið 2014. Aftari röð f.v. Guðjón Vésteinsson, Kristján Ingvarsson, Elvar Rúnarsson, Halldór Logi Árnason og Björgvin Viðarsson, þjálfari. Fremri röð f.v. Sindri Már Kristinsson, Lárus Sverrisson, Jónas Þór Viðarsson, Þór Kárason og Böðvar Jónsson.
Íslandsmeistara Geisla í 3. flokki, 7 manna lið 2004.

 

Liðsmenn Geisla æfa tvisvar í viku fyrir komandi keppnistímabil og fara æfingarnar fram á gervigrasvelli Völsungs á Húsavík og á KA-vellinum á Akureyri.

Geisli mun ekki taka þátt í Bikarkeppni KSÍ í ár.

Stuðningsmannasíða Geisla á Facebook

 

 

 

Leikir Geisla í sumar.

Geisli - Leikjaplan 2016
Leikjaplan 2016