Í gær var tekin fyrsta skólfustungan að nýrri Norðurljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal. Stöðin verður staðsett skammt norðan og ofan við núverandi byggingar á Kárhóli. Bygging stöðvarinnar er liður í samkomulag milli Rannsóknamiðstöðvar Íslands –RANNÍS- og Heimskautastofnunar Kína (Polar Research Institute of China – PRIC) frá sl. hausti um stofnun sameiginlegrar miðstöðvar til norðurljósarannsókna á Íslandi undir nafninu China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO). Fjöldi manns var viðstaddur á Kárhóli í gær og að lokinni athöfninni var móttaka á Narfastöðum fyrir gesti. Það var Hermann Örn Ingólfsson skrifstofustjóri alþjóða-og öryggismálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Chen Lai Ping, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Einnig fengu Hallgrímur Jónasson frá Rannís og Huigen Yang forstjóri PRIC að taka eina skólfustungu. Ólína Arnkelsdóttir stjórnarformaður Aurora Observatory og Hong Lao Hu stöðvarstjóri á Kárhóli brugðu einnig fyrir sig stunguspaðanum. Sjá meðfylgjandi myndir.


