Fyrsta kaffihlaðborðið og útiskákmót í Kiðagili á sunnudag

0
162

Fyrsta kaffihlaðborð sumarsins í Kiðagili verður sunnudaginn 30. júní frá kl. 14:00-17:00. Að vanda verða kræsingar bornar á borð fyrir gesti.

Kiðagil

Myndlistarsýning Sigurborgar Gunnlaugsdóttur Engilhlíð stendur yfir í Kiðagili.

Allir eru hjartanlega velkomnir á kaffihlaðborðið.

Í tengslum við kaffihlaðborðið verður hið árlega útiskákmót Goðans-Máta haldið og hefst það kl 14:00. Áætluð mótslok erum um kl 15:00-15:30. Teflt verður á stéttinni fyrir framan Kiðagil. Líklegur umhugsunartími verður 5-10 mín á skák og fer umferðafjöldi eftir fjölda þátttakenda. Mótið er öllum opið, það er ókeypis en engin verðlaun verða í boði, bara gamanið.

Félagsmerki Goðinn-Mátar

Að móti loknu geta keppendur brugðið sér inn í Kiðagil á kaffihlaðborðið.

Ekki þarf að skrá sig til keppni fyrirfram, en áhugasamir geta þó látið formann vita af þátttöku sinni með því að senda póst á lyngbrekku@simnet.is eða hringja í síma 8213187 fyrir kl 14:00 á sunndag. [scroll-popup-html id=”15″]