Fyrrverandi NBA leikmaður vill fá Tryggva Snæ til USA sem fyrst

0
257

Körfuboltalið Þórs á Akureyri varð deildarmeistari í 1. deild nú nýlega þegar liðið vann ÍA örugglega í sínum lokaleik 107-74 á Akureyri. Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason úr Svartárkoti hefur spilað mjög vel með liði Þórs í vetur og var hann, fyrir leikinn gegn ÍA, þriðji stigahæsti leikmaður liðsins með 13,2 stig skoruð að meðaltali og tók Tryggvi auk þess 8,9 fráköst að meðaltali í hverjum leik í vetur.

Þór deildarmeistarar 2016. Mynd: Páll Jóhannesson
Þór deildarmeistarar 2016. Mynd: Páll Jóhannesson

Vakti það sérstaka athygli áhorfenda á leiknum gegn ÍA að Pét­ur Guðmunds­son, fyrr­ver­andi landsliðsmiðherji í körfuknatt­leik og fyrrverandi leikmaður í NBA, fylgd­ist grannt með leik Þórs og ÍA og þá sérstaklega með Tryggva Snæ. Haft er eftir Pétri Guðmundssyni á mbl.is  að Tryggvi sé geysi­lega efni­leg­ur. “Hann skil­ur leik­inn ótrú­lega vel miðað við að hafa æft körfu­bolta í tvö ár og hef­ur sýnt ótrú­leg­ar fram­far­ir á svona stutt­um tíma“.

Pét­ur skoðaði mynd­bands­upp­töku með tilþrif­um Tryggva úr viður­eign Þórs og KR frá því í vetur og trúði vart eig­in aug­um.

„Þetta vi­deo hef­ur farið mjög víða og ég veit að marg­ir þjálf­ar­ar í Banda­ríkj­un­um hafa horft á það,“ bætti Pétur við.

Fram kemur í fréttinni að Pétur hefur áhuga fyrir því að Tryggvi fari sem fyrst til Bandaríkjanna til náms og til að spila körfubolta og sleppi því að spila með Þórsliðinu í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Pétur Guðmundsson fylgdist með leiknum. Mynd: Páll Jóhannesson
Pétur Guðmundsson fylgdist með leiknum. Mynd: Páll Jóhannesson
Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Páll Jóhannesson
Tryggvi Snær Hlinason. Mynd: Páll Jóhannesson

641.is náði tali af Tryggva Snæ í dag og spurði hann hvort hann væri að leiðinni til Bandaríkjanna strax á þessu ári. Að sögn Tryggva Snæs hefur hann tekið ákvörðun um að bíða með að fara til Bandaríkjanna því hann vill spila með Þór í úrvalsdeildinni næsta tímabil. Eftir það kæmi dvöl í Bandaríkjunum vel til greina.

Keppnistímabilið hjá Þór er nú búið en þá taka við U-20 ára landsliðsverkefni hjá Tryggva. Hann reiknaði með því að spila með liðinu í norðurlandamóti á næstunni og svo sennilega á EM U-20 ára landsliða líka.

Hér fyrir neðan má skoða tilþrif Trygga gegn KR í vetur. (Tryggvi er í treyju númer 15)