Fyrirhuguð vinnustöðvun hjá grunnskólakennurum á morgun

0
76

Á morgun fimmtudaginn 15. maí er fyrirhuguð vinnustöðvun hjá grunnskólakennurum, ef samningar hafa ekki náðst í kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga. Ekki er enn ljóst hvort af vinnustöðvun verður. Samningafundur stendur enn yfir og verða fundað áfram, jafnvel fram á nótt.

kennarasamb.

Náist samningar mun vinnustöðvun verða aflýst og skólahald verður þá með eðlilegum hætti á morgun.
Fyrirvarinn á því getur verið skammur og foreldarar grunnskólanemenda eru því hvattir til að fylgjast vel með fréttum í kvöld og fyrramálið. Ef ekki tekst að afstýra vinnustöðvun kennara fellur allt skólahald grunnskóla niður á morgun.

 

Hins vegar verða tónlistarskólakennarar við störf og kennsla þeirra í tónlistarskóla skv. stundaskrá en foreldrar þurfa að sjá um að koma nemendum á staðinn eða hafa samband við kennarann og tilkynna forfoll barna sinna.