Fyrirhugaðar vegaframkvæmdir fyrir 250 milljónir króna í Bárðardal slegnar alveg af

Dettifossvegur úr 800 milljónum niður í 320 milljónir

0
608

Vegabætur í Bárðardal eru slegnar alveg af, en 250 milljónir króna áttu að fara í þær samkvæmt fjárlögum sem samþykkt voru í október. Frá þessu sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú í kvöld. Fjármagn til Dettifossvegar lækkar verulega, en til stóð að leggja 800 milljónir króna í veginn en nú verða einungis lagðar 320 milljónir króna í Dettifossveg.

Fjallað var um niðurskurðinn í frétt Stöðvar 2 nú í kvöld sem sjá má hér fyrir neðan.