Fundað vegna heyskorts og yfirvofandi kals

0
66

Fulltrúar Bændasamtakanna munu hitta embættismenn í atvinnuvegaráðuneytinu klukkan 13:00 í dag og fara yfir stöðu mála vegna yfirvofandi kals, heyskorts og kuldatíðar á Norður og Austurlandi. Óska samtökin eftir því að komið verði á fót viðbragðshóp sem muni koma að málum. Frá þessu er sagt á vef Bændablaðsins.

Bændasamtök Íslands
Bændasamtök Íslands

Slíkum starfshóp yrði meðal annars ætlað að meta þörf á heymiðlun og hugsanlega koma slíkri miðlun á fæturnar, en víða eru bændur orðnir heylitlir eftir óvenju langan vetur á fóðrum. Þá heyjaðist víða minna á síðasta ári en í meðal ári vegna þurrka.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna sagði við Bændablaðið að rætt hefði verið við ráðuneytisstjóra og hann tekið mjög vel í óskir Bændasamtakanna.