Fullveldinu fagnað. Jólatré og danssýning

0
76

Árleg fullveldisdagskrá og danssýning fór fram í Stórutjarnaskóla s.l. föstudag, 30. nóvember. Þótt danssýningin hafi iðulega reynst ljósgjafi í skammdeginu bættu nemendur um betur um morguninn og kveiktu ljós á jólatrénu við inngang skólans – og sungu að sjálfsögðu nokkur jólalög. Fullveldisdagsrkáin og danssýningin hófst svo eftir hádegið. Fyrst stigu nemendur úr 9. og 10. bekk á stokk og minntust fullveldisins en síðan hófst danssýningin undir stjórn Köru Arngrímsdóttur. Frá þessu er sagt á vef Stórutjarnaskóla þar sem skoða má fleiri myndir.

Dansað í kringum jólatréð við Stórutjarnaskóla
Mynd: Jónas Reynir Helgason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afrakstur dansvikunnar reyndist æði fjölbreyttur og skemmtilegur og þar sýndu nemendur leik- og grunnskólans marga skemmtilega takta. Taktar þeirra sem á horfðu reyndust ekki síður áhugaverðir þegar Kara dreif gestina, unga sem aldna, út á dansgólfið í lok sýningarinnar og kenndi, eða reyndi í það minnsta að kenna þeim einn „laufléttan“ hópdans. Dagskránni lauk svo að venju með veglegu kaffi og meðlæti í matsal skólans.

Við jólatréð.
Mynd: Jónas Reynir Helgason
Frá danssýningunni.
Mynd: Jónas Reynir Helgason
Dansað.
Mynd: Jónas Reynir Helgason