Vilborg Arna Gissurardóttir suðurpólsfari flutti afar skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur í félagheimilinu Beiðumýri í Reykjadal í gærkvöld. Hún greind frá ferð sinni á Suðurpólinn í máli og myndum auk þess sem hún sagði frá því hvernig hún setti sér markmið og valdi sér jákvæð uppbyggjandi gildi til að halda út í erfiðum aðstæðum.

Vilborg rakti í stutt máli hvernig hún hagaði undirbúningi sínum fyrir gönguna á suðurpólinn. Hún gekk ma. þvert yfir Grænlandsjökul ásamt félaga sínum og svo dvaldi hún ein í eyðifirði á Grænlandi dögum saman til þess að venja sig á einveruna. Gangan á suðurpólinn var um 1100 km löng og tók um 60 daga. Aðeins átta aðrar konur í heiminum hafa gert þetta áður og varð hún þar með níunda konan í heiminum sem tókst að komast á Suðurpólinn ein síns liðs.

Það eru kvenfélögin í Suður-Þingeyjarsýslu sem hafa tekið höndum saman um að fá Vilborgu hingað norður með fyrirlestra.
Vilborg mun heimsækja alla grunnskóla í Suður-Þingeyjarsýslu í dag og á morgun, þriðjudag og tala við nemendur og segja þeim frá reynslu sinni.