Frjálsíþróttaskólinn á Laugum 20. – 25. Júlí – Örfá pláss laus

0
68

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Laugum daganna 20. júlí-25. júlí og er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Nú þegar eru 14 unglingar skráðir í skólann á Laugum og örfá pláss laus. Frá þessu segir á vef HSÞ. Unglingar sem hafa áhuga á skólanum eru hvött til að skrá sig sem fyrst. Skráning: huldae@mi.is

 

Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga þáttökugjald kr. 20.000 en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting.

Sjá nánar á vef HSÞ