Frítt námskeið í ljósmyndun í Seiglu á morgun 5. júlí

0
287

Boðið verður upp á frítt námskeið í ljósmyndun í Seiglu í Reykjadal á morgun frá kl 13.00-18:00. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra betur á myndavélina sína eða símann sinn í ljósmyndun og vinnslu mynda.

Chris Bavaria ljósmyndari mun leiða námskeiðið ásamt nemendum sínum, sem eru öll með mikla reynslu í ljósmyndun og vinnslu. Hann er kennari á vegum Broadreach USA, broadreach.com

Takið með ykkur myndavélar eða símana ykkar, allt sem þið viljið auka þekkingu ykkar á.
Léttar veitingar á staðnum í boði North Aurora Guesthouse.