Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

zv7qrnb

Comments

comments

2,625 views
Bakki-Bakkahöfði.

Þýskur banki samþykkir lán til kísilvers á Bakka

Þýska félagið PCC hefur tilkynnt ráðamönnum Norðurþings að meginfjármögnun kísilvers við Húsavík sé tryggð. Stefnt er að því að 80 milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vetur. Þetta kom fram í frétt á vísi.is í … [Nánar...]

jarðböðin

Jarðböðin verða lokuð 1-2. október

Jarðböðin við Mývatn gera ráð fyrir að þurfa að loka böðunum 1. og 2. október nk. Ástæða lokunarinnar er almennt viðhald og fyrirbyggjandi viðhald á þessari perlu ásamt endurnýjun á pallaefni og innviðum gufubaðs. Frá þessu segir í tilkynningu frá … [Nánar...]

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar í dag

Spá um gasdreifingu

Nú um helgina er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Spáin verður þá flókin og getur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að … [Nánar...]

Stórutjarnaskóli

Fatasöfnun fyrir nágranna okkar á Grænlandi.

Umhverfis og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum og taka þátt í fatasöfnun Skákfélagsins Hróksins. Hrókurinn stendur fyrir fata og skósöfnun fyrir börn í afskekktu þorpi á austurstönd Grænlands. Fjölmargir hafa lagt … [Nánar...]

Óásættanlegar aðstæður. Mynd: Bergljót Þorsteinsdóttir

Sveitarstjórn hefur þungar áhyggjur af ástandi vega

Víða í sveitarfélaginu fá fjölfarnir malarvegir lítið sem ekkert viðhald. Þessir vegir eru grýttir og holóttir og ástand þeirra víða óviðunandi. Vegagerðin ber því við að það fjármagn sem ætlað er til viðhalds vega sé lítið og vegir með bundnu … [Nánar...]

Lofgæðin við Reykjahlíðarskóla í dag.

Mikil mengun mælist í Mývatnssveit

Há mengunargildi af SO2 Brennisteinstvíildi, mælast nú í Mývatnssveit bæði við Reykjahlíðarskóla og í Vogum. Í tilmælum frá Almannavörnum eru Mývetningar hvattir til að loka gluggum, hækka á ofnum og fólki er ráðlagt að halda sig innandyra. Sjá … [Nánar...]

Gamla dreifkerfinu verður lokað á eftirtöldum stöðum 30. sept

Stafrænar útsendingar RÚV hefjast 30. september

Nýtt dreifikerfi RÚV með stafrænum sjóvarpssendingum verður virkjað og gamla dreifikerfinu lokað 30. september 2014 nk. Með stafrænum sjónvarpssendingum, í gegnum loftnet, stórbatnar þjónusta RÚV við sjónvarpsáhorfendur um land allt. Frá þessu segir … [Nánar...]

gangafólk höfðahverfi

Spilað og sungið í göngum

Gangnafólk gerir sér ýmislegt til skemmtunnar þegar áð er í gangnamannakofum líkt og Höfðhverfingar gerðu í öðrum göngum í Fjörðum um helgina. Á fyrri degi ganganna var áð að Gili í Hvalvatnsfirði þegar búið var að smala … [Nánar...]

Grímsstaðir á Fjöllum

Ríkið kaupi Grímsstaði á Fjöllum

Ögmundur Jónasson og Svandís Svavarsdóttir alþingismenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkið kaup Grímsstaði á Fjöllum. Í þingsályktunartillögunni er ríkisstjórninni falið að leita eftir samningi um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og … [Nánar...]

Holuhraun 20. september 2014. Kort fengið af vef Jarðvísindastofnun HÍ.

Stór jarðskjálfti í Bárðarbungu

Skjálftavirkni er enn mjög mikil í öskju Bárðarbungu. Frá hádegi í gær voru 18 stórir skjálftar í öskunni og þar af einn yfir M5,0. Nú undir hádegið varð annar stór skjálfti uppá M5,5 og er hann einn öflugasti skjálftinn sem orðið hefur á svæðinu frá … [Nánar...]

Mengunarspákort veðurstofunnar. Mynd af vef Veðurstofunnar

Búist við mengun frá eldgosinu í dag

Í dag (sunnudag) er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu. Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að … [Nánar...]

Sigurður Haraldsson endurheimti Lýðræðið í vikunni

Lýðræðið endurheimt

Sigurður Haraldsson mótmælandi endurheimti "Lýðræðið", skiltið sem hefur verið hans einkennismerki undanfarin ár í vikunni, en lögregluyfirvöld gerðu skiltið upptækt þegar Sigurður var handtekinn vegna rúðubrots í Dómkirkjunni við setningu Alþingis … [Nánar...]

Hjálmar Bogi Hafliðason

Þá spyrjum við bara tilvonandi forstjóra

Fyrir skömmu skipaði heilbrigðis-ráðherra Jón Helga Björnsson sem forstjóra nýrrar heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Síðastliðnar vikur hefur undir-ritaður ásamt mörgum öðrum kallað eftir rökstuðningi með sameiningum heilbrigðis-stofnana og svörum … [Nánar...]

Skellibjalla

Ár Þingeyinga – Freyju Dögg heim !

Kínverjar eru þekktir fyrir sín tímatöl s.s. ár drekans, ár boðberans, ár Grímsstaða og svo framvegis. Varðandi ráðningar hér norðan heiða í lykilstöður á vegum ríkisins er hins vegar hægt að tala um ár Þingeyinga þegar horft er til þess hverjir hafa … [Nánar...]

Gasdreifingaspáin á miðnætti í kvöld. (Skjáskot)

Gasdreifingaspá veðurstofunnar

Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði. Þetta kemur fram í viðvörun frá … [Nánar...]