Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

m4s0n501

Comments

comments

2,640 views
Ásgeir Böðvarsson tekur við gjafabrefi úr hendi Auðar Gunnardóttur.

Styrktarfélag H.Þ gulls ígildi fyrir stofnunina

“Þetta félag er gulls ígildi fyrir stofnunina, það er eiginlega ekki flóknara en svo að hingað er varla keypt tæki nema fyrir tilstuðlan styrktarfélagsins. Þannig hefur það verið sl. 20 ár og gjafirnar skipta milljóna-tugum og mér sýnist ekki ætla að … [Nánar...]

Sprengisandslína

Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að … [Nánar...]

Sprengisandur - vegagerðin

Sprengisandsleið – Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Sprengisandsleið (26) milli Suður- og Norðurlands. Framkvæmdin felur í sér nýjan og endurbyggðan veg frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal. Fyrirhugað … [Nánar...]

Þingeyjarsveit stærra

Þingeyjarsveit fær aðvörunarbréf

Tíu sveitarfélög hafa fengið bréf frá eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga í kjölfar yfirferðarnefndarinnar á ársreikningum. Ástæðan er horfur á hallarekstri yfir þriggja ára tímabil en slíkt brýtur í bága við sveitarstjórnarlög. Þingeyjarsveit er … [Nánar...]

Áhugasamir nemendur á iPad námskeiði.

Nóg um að vera á Laugum

Óhætt er að segja að það sé nóg um að vera á Laugum þessa vikuna. Á þriðjudaginn hófst þar 12 kest. excel námskeið fyrir þá sem vanir eru að vinna við forritið en vilja auka þekkingu sína. Snæbjörn Sigurðarson kennir þar 10 einstaklingum. Í … [Nánar...]

Safnarasýning 003

Sýning safnaranna

Sýningaropnun í Safnahúsinu á Húsavík sunnudaginn 26. nóvember kl. 14:00. Á sýningunni kennir margra grasa, en á henni eru bæði söfn sem einstaklingar hafa þegar afhent byggðasafninu og söfn sem eru í einkaeigu. „Ertu kannski með safnaragenið“ … [Nánar...]

rarik_logo_2010

Straumlaust í hluta Bárðardals í dag

Það verður rafmagnslaust í Bárðadal að Víðikeri, Bjarnastöðum, Rauðafelli, Engidal, Stóru-Tungu, Mýri og Bólstað í dag fimmtudaginn 23.10.2014 frá klukkan 13:00 til 17:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rarik.   Þetta er síðasta … [Nánar...]

Hafrún Kolbeinsdóttir. (skjáskot)

Hafrún Kolbeinsdóttir í úrslit í The Voice

Þingeyingurinn Hafrún Kolbeinsdóttir sem búsett hefur verið í Þýskalandi í rúmt ár ákvað að slá til og skráði sig til leiks í áheyrna-prufur í þáttunum The Voice þar í landi. Frá þessu segir á vefnum bleikt.is Hafrún, sem er dóttir Kolbeins … [Nánar...]

Gosmengunrspá í dag

Spá um gosmengun í dag

Í dag sunnudag, er búist við hægri breytilegri átt og síðar suðvestlægri átt og gæti orðið vart við gasmengunina frá Skagafirði í vestri, yfir Melrakkasléttu og austur yfir Höfn í Hornafirði. Á morgun (mánudag) snýst vindurinn í vestan- og síðar … [Nánar...]

öllu pakkað og tilbúið til fluttnings til Grænlands.

Fatasöfnun gekk mjög vel

Eins og áður hefur verið sagt frá ákvað Umhverfis og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla að aðstoða skákfélagið Hrókinn við að safna fötum handa börnum í þorpinu Ittoqqortoormiit, sem er eitt af afkekktustu þorpum Grænlands. Sendur var út miði á heimili … [Nánar...]

Lokanir 17 okt

Lokað í 25 km fjar­lægð frá gosi

Rík­is­lög­reglu­stjóri og lög­reglu­stjór­arn­ir á Húsa­vík, Seyðis­firði og Hvols­velli, í sam­vinnu við full­trúa Vatna­jök­ulsþjóðgarðs hafa end­ur­skil­greint hættu- og lok­un­ar­svæði norðan Vatna­jök­uls vegna um­brot­anna í Bárðarbungu og … [Nánar...]