Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

p5rn7vb

Comments

comments

2,609 views
Gosroði

Roðinn í suðri – Myndir

Þó svo að eldgosið í Holuhrauni sé vísð fjarri byggð sást gosroðinn frá eldgosinu í gærkvöldi og nótt mjög greinilega víða  í Þingeyjarsýslu. Margir tóku myndir af roðanum og þeirra á meðal var Kristinn Ingi Pétursson á Laugum. 641.is fékk leyfi hjá … [Nánar...]

Straumlaust á morgun

Straumlaust á Laugum á morgun

Raforkunotendur Laugar athugið. Það verður rafmagnslaust vegna vinnu við spennistöð ámorgun þriðjudag 02.09.2014: í Sólbakka og Veiðihús Reykjadalsár (Bollastaði) Frá klukkan 10 til 15.   Einnig verður rafmagnslaust klukkan 10 og aftur … [Nánar...]

Mynd: Snorri G Sigurðsson

Útivistardagur foreldrafélaga Þingeyjarskóla

Útivistardagur foreldrafélaga Þingeyjarskóla var haldinn laugardaginn 30. ágúst í sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Mjög góð mæting var frá öllum deildum og léku börn og fullorðnir sér saman í einmuna blíðu.   Allir gátu fundið eitthvað … [Nánar...]

Skjáskot af vefmyndvél Mílu frá því í morgun

Aftur gýs í Holuhrauni

Lítið eldgos er hafið í Holuhrauni á svipuðum slóðum og þar varð gos aðfaranótt föstudagsins s.l. Eldgosið hófst rétt fyrir kl 0600. Vísindamenn eru á staðnum og meta að sprungan hafi náð heldur lengra til norðurs. Veðurstofan hefur sett … [Nánar...]

Eldgosið núna kl 9:45. Skjáskot af vefmyndavél Mílu

Áframhaldandi gosvirkni

Nú er talið að sprungan þar sem eldgosið hófst um miðnætti í Holuhrauni norður af Dyngjujökli sé ríflega 1 km að lengd. Gosið hefur verið rólegt í alla nótt, engin aska sést á radarmælingum og lítil hætta er talin á flóði. Þetta kemur fram á vef … [Nánar...]

Eldgosið - Skjáskot af vefmyndavél Mílu

Eldgos hafið í Holuhrauni !

Rétt eftir miðnætti hófst eldgos milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Um er að ræða 1000 metra sprungugos á sprungu í norðaustur - suðvestur átt. Gosið virðist rólegt og þunnfljótandi hraun rennur frá sprungunni. Vísindamenn sem verið … [Nánar...]

ríkislögreglustjóri almannavarnir

Sigdældir sjást suðaustan við Bárðarbungu

Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í … [Nánar...]

Skjálftavefsjá Veðurstofunnar í dag.

Ekkert lát á jarðhræringunum

Ekkert lát er á jarðhræringum undir Bárðarbungu og Dyngjujökli. Frá miðnætti hafa orðið yfir 500 skjálftar á svæðinu. Í nótt kl 01:26 varð skjálfti uppá M5,7 og er hann sá stærsti sem mælst hefur frá því að hrinan hófst laugardaginn 16. ágúst. Frá … [Nánar...]

Hlaðið á Bjarnastöðum 15 september sl.
Mynd: Friðrika Sigurgeirsdóttir.

Réttað í Víðikersrétt síðdegis

Austurafrétt Bárðdælinga var smöluð um helgina og er smalafólk og fénaður væntalegt síðdegis í dag að Víðikersrétt þar sem réttað verður án tafar. Bændum sem áttu fé á austurafréttinni var ráðlagt að flýta göngum vegna mögulegra flóða og öskufalls úr … [Nánar...]

Vegir innan skyggðu svæðanna eru lokaðir

Lokanir á vegum Norðaustanlands

Eins og fram hefur komið hafa Almannavarnir lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla vegna umbrotanna undir Dyngjujökli. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegum við Dettifoss hefur einnig verið lokað. Brúin … [Nánar...]