Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

Comments

comments

2,618 views
Gasdreifingaspáin á miðnætti í kvöld. (Skjáskot)

Gasdreifingaspá veðurstofunnar

Í dag má búast við loftmengun norður af gosstöðvum í Holuhrauni, frá Mývatni í vestri að Vopnafirði í austir. Síðdegis snýst vindur í vestlægari átt, og dreifist mengunin þá frekar til austurs yfir Hérað og Austfirði. Þetta kemur fram í viðvörun frá … [Nánar...]

Freyja Dögg Frímannsdóttir

Freyja Dögg ráðin svæðisstjóri RÚVAK

Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur verið ráðin svæðisstjóri RÚVAK. Svæðisstjóri verkstýrir og ber ábyrgð á fréttaflutningi af landsbyggðinni í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum en RÚV er með fréttamenn og fréttaritara í öllum landshlutum. Í … [Nánar...]

Dagbjört Jónsdóttir við Ljósavatn í ljósaskiptunum. Mynd/Gerður Sigtryggsdóttir

Til íbúa Þingeyjarsveitar – Sveitarstjóri skrifar

Kæru íbúar, haustið er komið og veðurblíðan leikur við okkur hér í Þingeyjarsveit. Sumarfríum lokið, skólarnir byrjaðir, haustverkin hafin, ný sveitarstjórn tekin til starfa og allt að komast í fastar skorður. Sveitarstjórn samþykkti þann 19. júní … [Nánar...]

Copy (2) of Jetstream ErnirAir-004 (1)

Hækkun á flugmiðum

Frá og með deginum í dag, 18. september, hækka flugmiðar á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í kr. 9.200,-. Hækkunin er tilkomin vegna hækkunar hjá Flugfélaginu Erni til félaganna. Miðarnir gilda fyrir flugleiðina Reykjavík-Húsavík. Frá þessu … [Nánar...]

ánægðir nemendur með fræ í pokum

Uppgræðsla í Kinnarfelli.

í dag 16. september er Dagur íslenskrar náttúru, þá er skemmtilegt að setja inn svona ánægjulega frétt. Fyrir rúmu ári féllu aurskriður við bæinn Ystafell í Kaldakinn í Þingeyjarsveit. Skriðurnar voru alls 6 talsins ásamt nokkrum smáspýjum, sú … [Nánar...]

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

SO2 mengun á Kópaskeri

Styrkur SO2 fer nú hratt upp á við á  Kópaskeri og nágrenni.  Öllum er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum. Engir mælar eru á svæðinu en íbúar hafa orðið varir við mengunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. … [Nánar...]

Fulltrúar Þingeyjarsveitar ásamt gangamönnum. Mynd af facebooksíðu Vaðlaheiðarganga

Sprengingar hafnar í Fnjóskadal

Sl.laugardag var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum við Skóga í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að … [Nánar...]

056conv

Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni

Á fundi vísindamannaráðs almannavarna í morgun, sem í sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans, Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, auk fulltrúa frá Sóttvarnarlækni og Umhverfisstofnun, kom eftirfarandi fram. Ekkert … [Nánar...]

Mynd af facebooksíðu Hrútadagsins

Hrútadagurinn á Raufarhöfn

Hinn árlegi Hrútadagur verður haldinn á Raufarhöfn laugardaginn 4. október. Dagurinn er liður í menningardögum á Raufarhöfn sem standa frá 28. september til 4. október.   Dagskrá menningardagana er af ýmsum toga og verða viðburðir alla … [Nánar...]

Skjáskot úr myndbandinu

Gosstöðvarnar úr lofti

Eiður Jónsson í Árteigi fór í könnunarflug yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni í dag. Hann festi go-pro myndavél á væng vélarinnar TF-Rut og afraksturinn má sjá á myndbandinu hér að neðan. Sjón er sögu … [Nánar...]

af vettvang nú fyrir stundu. Í bakgrunni er LANDSAT 8 gervitunglamynd frá hádegi 6.9.2014. Upplýsingar um flatarmál eiga við um hraunbreiðuna í lok dags 6.9. en norðausturmörk hrauns (merkt með punkti) sýna stöðuna árla dags 7.9.2014. Mynd: Af facebooksíðu Jarðvísindastofnunar

Hraun farið að renna út í Jökulsá á Fjöllum

Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna sem í sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í morgun, kom eftirfarandi fram. Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni. … [Nánar...]

Eldgosið 3. september

Ný gossprunga opnast í Holuhrauni nær Dyngjujökli

Nú í morgunsárið sáu fréttamenn RUV, sem voru á flugi yfir gosstöðvunum, að opnast hefur ný gossprunga sunnan við gömlu gossprunguna sem teygir sig í áttina að Dyngjujökli. Flugvél á vegum almannavarna er að leggja upp frá Reykjavíkurflugvelli með … [Nánar...]

Orkuveita Húsavíkur

Heitt vatn tekið af frá Lindahlíð yfir í Kinn

Mánudaginn 8.september n.k. um kl. 10:00 verður heitt vatn tekið af notendum frá Lindahlíð yfir í Kinn. Verið er að vinna að endurbótum á stofnlögn. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga út hættu á slysi eða tjóni … [Nánar...]

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Eldgosið i Holuhrauni – Myndband

Kristinn Ingi Pétursson tók þetta magnaða myndband upp af eldgosinu í Holuhrauni í gær.       Myndbandið var tekið nokkrum mínútum áður en svæðið var rýmt vegna aukins óróa um miðjan dag í … [Nánar...]

Mynd: Kristinn Ingi Pétursson

Eldgosið í Holuhrauni – Myndir

641.is fékk sérstakt leyfi fyrir fréttaleiðangri upp að gosstöðvunum í Holuhrauni í dag, með dyggri aðstoð Hjálparsveitar Skáta í Reykjadal. Veðrið var ákjósanlegt, bjart og þurrt og sennilega það besta síðan gosið hófst. Töluverður kraftur er í … [Nánar...]