Sváfu í tjaldi í 23 stiga frosti í nótt

Þeim varð líklega ekki meint af erlendu ferðamönnunum sem sváfu í tjaldi sl. nótt í Reykjahlíð í Mývatnssveit, en frostið fór niður í -23 stig í Reykjahlíð í nótt. Einar Jónsson var á leið til vinnu snemma í morgun er hann sá tjald á móts við verslunina Strax í Reykjahlíð og tók meðfylgjandi mynd, en þá var enn 23 stiga frost.

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Þarna sváfu þeir í nótt og bíll þeirra stóð þar hjá. Bjarg í baksýn. Mynd: Einar Jónsson

Kolbrún Ívarsdóttir sá til þeirra þar sem þeir voru að taka saman tjaldið þegar hún mætti til vinnu kl. 9:00 í morgun.

Að sögn Kolbrúnar virtust þeir vera eldsprækir og varð þeim því líklega ekki meint af eftir kalda vist í tjaldinu.

Mun kaldara var í Mývatnssveit nóttina áður, en frostið mældist mest um -29 gráður.

Comments

comments

2,465 views
Þingeyjarsveit. Skjáskot af kosningavef RÚV

Kosningavefur RÚV opnaður

Nýr kosningavefur RÚV vegna sveitarstjórnarkosninganna var opnaður í dag. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um öll 74 sveitarfélög landsins. Hægt er að velja sveitarfélag af korti og fá nánari … [Nánar...]

Sýningar opnaðar sumardaginn fyrsta 001

Sumri fagnað í Safnahúsinu

  Sumardagurinn fyrsti var lengi einn helsti hátíðisdagur Íslendinga, sá sem kom næst jólunum. Eftirfarandi segir Jónas frá Hrafnagili um daginn í Íslenzkum … [Nánar...]

Þau Hjalti og Lára Sóley verða á Húsavík 1. maí og syngja og spila  fallegÞau munu jafnframt taka lagið með heimsins besta karlakór, Karlakórnum Hreimi.

Mögnuð hátíð framundan 1. maí

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2014 kl. 14:00. Að venju er reiknað með fullu húsi enda dagskráin við allra hæfi. Sjá … [Nánar...]

Aðalsteinn Már Þorsteinsson

Skólapælingar

Mikill tími og orka hefur farið í skólamál í Þingeyjarsveit síðasta áratuginn eða svo og fer enn. (Að því að mér skilst líka oft áður, eins og varðandi Laugaskóla og síðar íþróttahús.) Mestu máli … [Nánar...]

Kristbjörn, Birkir og Gísli.

Úrslit Orkugöngunnar

Buch-Orkugangan var haldin sl. sunnudag 13. apríl sl. í blíðskaparveðri við hinar bestu brautaraðstæður. Keppendur í 60 km göngunni voru rúmlega tuttugu og voru ræstir frá Leirhnjúki ofan við … [Nánar...]

Helgihald á páskum og föstuganga 2014.

Fréttatilkynning: Föstudagurinn langi. Föstuganga í Laufás. Lagt af stað frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00. Lesið úr píslarsögu við upphaf göngu. Björgunarsveitin Þingey vaktar gönguna. Súpa … [Nánar...]