Unglingavinnan

0
Haraldur Andri Ólafsson og Hilmar Örn Sævarsson

Það var létt yfir unga fólkinu í unglingavinnunni á mánudagsmorgun, þó þungbúið væri, þokusúld og rigning af og til. Flokkstjórinn var spurður hvort þau væru dugleg, svarið var “það kemur fyrir” og allir brostu,,

Þá var unglingarnir spurðir hvort flokkstjórinn væri fínn og ekki stóð á svarinu “það kemur fyrir”. Já já það var slegið á létta strengi, en öll sögðu þau að það væri bara fínt að vera í unglingavinnunni. Unglingavinnan er starfrækt í 8 vikur og líkur fyrir verslunarmannahelgi.

Salbjörg Ragnarsdóttir
Inga María Hauksdóttir
Hannes Haukur
Hannes Haukur
Ólafur Steinn Jónsson

 

Hryssan Dalvör frá Stafni Danmerkurmeistari í gæðingakeppni

0
Dalvör frá Stafni

Danski knapinn Rebekka Louise Hyldgaard varð í gær Danmerkurmeistari í  gæðingakeppni á hryssuni Dalvör frá Stafni í Reykjadal. Dalvör, sem er 11 vetra og fædd árið 2007 var áður í eigu Snorra Kristjánssonar bóndi í Stafni í Reykjadal, fékk einkunina 8,38 sem dugði til sigurs í unglingaflokki.

Með þessum flotta árangri tryggði Rebekka sér sæti í danska landsliðinu sem tekur þátt í  Norðulandamóti Íslenska hestsins sem fram fer í Svíþjóð í ágúst.

Meðfylgjandi myndir eru af facebooksíðu Rebekku.

Rebekka Louise Hyldgaard

 

Þönglabakkamessa 2018

0
Frá Þönglabakka

Messað verður á Þönglabakka í Þorgeirsfirði 29. júli kl. 14.00.  Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Húni siglir og hægt að ganga frá Hvalvatnsfirði yfir í Þorgeirsfjörð. Varðandi fargjald í skipið Húna þá er það 2500kr. eitt verð og skiptir ekki máli hvort farið sé frá Akureyri eða Grenivik og breytir engu hvort um aðra leið sé að ræða eða báðar.

Farið frá Akureyri kl. 8.00 og Grenivík kl. 10.00. Skipið tekur hámark 70 manns og fyrstir koma, fyrstir fá. Boðið verður upp á kaffi, te og pönnsur um borð. Gott að bóka í tíma á póstfangiðbolli.petur.bollason@gmail.com.

Síðan verður hægt að aka að Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði sem tekur c.a. klst. og ganga þaðan yfir hálsinn sem tekur líka c.a. klst. og fólk finnur út úr því sjálft hvernig það kemst þangað.

Svo er það bara veðrið, er það ekki alltaf gott?  Verið velkomin!

 

 

Skemmdir ekki taldar verulega í kísilverinu á Bakka

0
PCC BakkiSilikon við Húsavík

Eins og kom fram í fréttum í gærkveldi tilkynnti PCC BakkiSilicon um eld í ofnhúsi verksmiðjunnar á Bakka til Neyðarlínu um kl. 20. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að eldur hafi læst sig í rafskautapalli sem er á efstu hæð í ofnhúsinu. Pallurinn er úr timbri, en það er til að skapa einangrun fyrir starfsmenn frá háspennu þegar verið er að bæta við rafskautum.

Slökkvilið brást skjótt við og var komið á vettvang innan skamms. Starfsmenn höfðu þá gert sitt besta til að hefta eldinn með slökkvitækjum og duftvögnum sem eru í húsinu. Slökkvilið hóf strax slökkvistörf samkvæmt viðbragðsáætlun og var ofnhúsið rýmt.

Um miðnætti hafði tekist að slökkva eldinn og tók þá lögregla við vettvangi af slökkviliði. Nú er enn verið að rannsaka upptök eldsins en frumniðurstöður benda til þess að hann hafi byrjað í einum af ofngeymum sem mata hráefni inn í ofninn og breiðst þaðan yfir í rafskautapallinn.

Skemmdir eru ekki taldar verulegar og mun fyrirtækið einbeita sér að því að gangsetja hinn ofn verksmiðjunnar, Boga, og hefja framleiðslu aftur sem fyrst. Á meðan verður allt kapp lagt á að gera ofninn Birtu, rekstrarhæfan á meðan.

PCC BakkiSilicon vill þakka kærlega starfsmönnum, slökkviliði og öðrum sem komu að björgunaraðgerðum fyrir framúrskarandi viðbrögð og elju við að ráða niðurlögum eldsins.

 

 

Gréta Ásgeirsdóttir bókavörður lætur af störfum

0
Gréta Ásgeirsdóttir. Mynd af vef Þingeyjarsveitar

Mánudagskvöldið 26. júní var margt um manninn á Bókasafni Reykdæla en þá var síðasti vinnudagur Grétu Ásgeirsdóttur hjá safninu og litu gestir m.a. við til að kveðja Grétu og þakka henni fyrir samskiptin á liðnum árum.

Gréta hóf störf sem bókavörður hjá Bókasafni Reykdæla árið 1980 og hefur því gengt starfinu í 38 ár. Sveitarstjóri færði Grétu blómvönd frá sveitarfélaginu með þakklæti fyrir hennar störf sem hún hefur sinnt af mikilli alúð og hugulsemi öll þessi ár.

Sumarlokun er nú á Bókasafni Reykdæla og opnar aftur mánudaginn 13. ágúst.

 

Frítt námskeið í ljósmyndun í Seiglu á morgun 5. júlí

0
Frítt námskeið í ljósmyndun á morgun

Boðið verður upp á frítt námskeið í ljósmyndun í Seiglu í Reykjadal á morgun frá kl 13.00-18:00. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja læra betur á myndavélina sína eða símann sinn í ljósmyndun og vinnslu mynda.

Chris Bavaria ljósmyndari mun leiða námskeiðið ásamt nemendum sínum, sem eru öll með mikla reynslu í ljósmyndun og vinnslu. Hann er kennari á vegum Broadreach USA, broadreach.com

Takið með ykkur myndavélar eða símana ykkar, allt sem þið viljið auka þekkingu ykkar á.
Léttar veitingar á staðnum í boði North Aurora Guesthouse.

 

Framsýn fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna fyrirtækisins

0
Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsyn stéttarfélags. Mynd: Framsýn.is

Framsýn stéttarfélag samþykkti í morgun að senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna ákvörðunar forstjóra Hvals hf. að meina starfsmönnum að vera í Verkalýðsfélagi Akraness.

Framsýn stéttarfélag fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna og krefst þess að fyrirtækið láti af þeim nú þegar.

Samkvæmt framkomnum yfirlýsingum frá Verkalýðsfélagi Akraness er starfsmönnum Hvals hf.  gert að standa utan þess félags. Að mati Framsýnar er um að ræða skýrt brot á 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, en skv. því ákvæði er atvinnurekendum óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild og stjórnmálaskoðanir starfsmanna sinna.

Fyrir liggur að nýverið vann Verkalýðsfélag Akraness mál fyrir Hæstarétti gegn Hval hf. þar sem fyrirtækið var dæmt til að greiða starfsmanni 512 þús. kr. vegna brota á kjarasamningi. Viðbrögð forstjóra Hvals við því eru vægast sagt barnaleg. Hafi það farið fram hjá honum þá  er sá tími löngu liðinn að einstök fyrirtæki geti tekið sér vald, æðra Alþingi Íslendinga og ákveðið eigin lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði.

Framsýn stéttarfélag fagnar því að Verkalýðsfélag Akraness ætli að stefna Hval hf. enda ólíðandi með öllu að grafið sé undan réttindum íslenskrar verkalýðshreyfingar með svo ósvífnum hætti.

              Það er enginn svo stór að hann sé hafinn yfir lög og reglur á Íslandi.

 

Toronto Raptors valdi Tryggva í sumardeild NBA

0
Tryggvi Snær. Mynd af facebooksíðu Valencia

Tryggvi Snær Hlinason mun leika með Toronto Raptors í Sumardeild NBA deildarinnar sem er spiluð dagana 6. – 17. júlí í Las Vegas. Þetta var staðfest í kvöld en ljóst var að möguleikar væri á því að hann myndi leika í sumardeildinni. Karfan.is segir fra.

Það verður spennandi að sjá Tryggva leika í þessari deild en hann er samningsbundinn Valencia á Spáni og mun að öllum líkindum leika þar á næsta ári. Það að Toronto velji Tryggva þýðir að líklega á liðið eignast réttinn á Tryggva.

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spila[i í undankeppni HM ‘i dag á móti Búlgaríu í æsispennandi leik í dag. Búlgarir unnu með tveimur stigum 88-86.

Tryggvi Snær Hlinason var með 8 stig og 6 fráköst í leiknum.

Meira her

 

Er Landbúnaðarráðherra farinn í frí?

0
Sigurður Þór Guðmundsson bóndi í Holti í Þistilfirði

Í dag 26. Júní eru um 97 dagar þangað til sauðfjárbændur verða búnir að taka ákvörðun um ásetning næsta vetrar. Í dag eru einnig um 500 dagar síðan við sáum að í óefni stefndi með afurðarsölu og markaðshorfur og þ.a.l. afkomu búa okkar og við leituðum ásjár Landbúnaðarráðherra um stöðumat og tillögur til að koma hlutum í betra horf.

Það var reyndar annar ráðherra en nú situr en það var samt ráðherra í Ríkisstjórn Íslands.
Í ljós kom að sá ráðherra gerði ekki neitt og líklega var það vegna þess að í henni blundar gamall kratadraugur sem vill leggja niður Íslenskan Landbúnað og hún sá tækifæri til að gefa honum vænt högg.

En núverandi ráðherra sem er reyndar 1. Þingmaður í mínu kjördæmi, í einu strábýlasta kjördæmi landsins, í kjördæmi sem allt mannlífið á svo mikið undir landbúnaðnum og ekki síst sauðfjárrækt. Hann talaði fjálglega fyrir kosningar um að forgangsverkefni væri að gera það sem fyrri ráðherra gerði ekki, allavega gera eitthvað, frekar en ekki neitt.

Út á það fékk hann góða kosningu, sagði síðan að ef bændur stæðu saman um skynsamlegar tillögur þá skildi þeim hrint í framkvæmd.

Í apríl (fyrir 81 degi) þá héldu sauðfjárbændur aðalfund. Þar samþykktu þeir tímamóta tillögu, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum utan fjögurra, sem vildu þó ekki leggja til efnislega breytingu á tillögunni.

Tillagan er ekki gallalaus, en hún gæti verið verulega árangursrík, hún kostar ríkið ekki krónu. Það er heldur ekki öruggt að hún dugi ein og sér, hún opnar á verulegan stuðning við fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu í sveitum landsins,,,

—- En ráðherra virðist ekki skilja þetta, eða kannski vill hann ekki gera neitt. Kannski blundar í honum einhver svona kratadraugur eins og ráðherrranum fyrri. Eða hvernig á að skilja þetta.

Tíminn er að renna út, Tillögur ráðherra ef þær koma fram eftir 1. Október byrja að virka 1. Október 2019, munu þá kannski hafa áhrif 2021. Hvað verður þá????

Mikið vildi ég hafa duglegan Landbúnaðarráðherra sem skildi eitthvað í þeim málaflokki sem honum er falið að stjórna.

 

Norðlenska birtir lágmarksverð sauðfjár fyrir haustið 2018

0
Úr sauðfjárrétt Norðlenska á Húsavík

Norðlenska birti í gær lágmarksverð fyrir sauðfjárafurðir haustið 2018 á vef sínum. Þar segir m.a. að uppbætur verða greiddar ef afkoma af sölu afurða leyfir. Greitt verður fyrir innlegg í ágúst og september hinn 9. október og október innlegg hinn 9. nóvember. Dilkar sem eru undir 11 kg og falla í DO1 og DP1 eru ekki keyptir og fara í heimtöku til innleggjenda.

Í viku 35 er um að ræða forslátrun og eru bændur sem hafa áhuga á að slátra þá hvattir til að hafa samband sem fyrst því um takmarkaða slátrun er að ræða. Ekki verður um þjónustuslátranir utan sláturtíðar að ræða.

Nánara fyrirkomulag sláturtíðar, heimtöku og flutninga verður kynnt er nær dregur sláturtíð, segir á vef Norðlenska.

 

Til samanburðar má skoða verðskrána frá 2017 hér fyrir neðan.

Sjá nánar á vef Norðlenska

 

Sumarstundir í Illugastaðakirkju.

0
Illugastaðakirkja

Sumarstundir í Illugastaðakirkju.
Sú góða hefð hefur skapast að bjóða upp á helgstundir fyrir alla fjölskylduna í Illugastaðakirkju í Fnjóskadal yfir sumartímann.
Fyrsta stundin verður miðvikudagskvöldið 27. júní kl. 20.00 og svo vikulega öll miðvikudagskvöld kl. 20.00 til og með 8. ágúst.
Verið öll hjartanlega velkomin og njótum sumars!

Illugastaðakirkja

Nýliðaval NBA – Tryggvi ekki valinn

0
Tryggvi Snær. Mynd af facebooksíðu Valencia

Nýliðaval NBA í körfubolta var að lauk í New York í nótt. Bárðdælingurinn stóri, Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmaður íslands og liðsmaður Valencia Basket á Spáni var ekki valinn að þessu sinni.

Tryggvi mun geta gefið kost á sér í nýliðavalið á næsta ári kjósi hann það.

Ljóst er því að Tryggvi Snær mun spila áfram með Valencia Basket á Spáni.

NBA Draft 2018

 

Fersk og öflug stjórn hjá Framsókn

0
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, Bylgja Steingrímsdóttir, Brynja Rún Benediktsdóttir, Aðalgeir Bjarnason og Katý Bjarnadóttir skipa nýja stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga.

Á aðalfundi Framsóknarfélags Þingeyinga sem haldinn var á Húsavík í gærkvöld var kjörin ný stjórn í félaginu. Konur eru þar í meirihluta en stjórnina skipa þau Aðalgeir Bjarnason, Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson, Bylgja Steingrímsdóttir, Brynja Rún Benediktsdóttir & Katý Bjarnadóttir.

Sömuleiðis var nokkuð um inngöngu nýrra félaga í félagið. Starfsemi félagsins er býsna öflug en þetta eru einu stjórnmálasamtökin sem halda úti skipulögðum fundum með reglulegum hætti þar sem grasrótin kemur saman og ræðir málefni líðandi stundar.

Á þann vettvang eru allir velkomnir, alltaf eins og segir í fréttatilkynningu.

 

Nýliðaval NBA á fimmtudag – Verður Tryggvi valinn ?

0
Tryggvi Snær fyrir utan heimili sitt í Svartárkoti í Bárðardal

Tryggvi Snær Hlinason leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta og Valencia Basket á Spáni verður í pottinum þegar nýliðaval NBA-deildarinnar í körfuknattleik fer fram á fimmtudag í New York. Alls verða 60 leikmenn valdir af liðunum 30 þetta kvöld.

Eins og greint hefur verið frá hér á 641.is að undanförnu hefur Tryggvi Snær verið í Bandaríkjunum síðustu daga þar sem hann hefur ferðast á milli borga þar í landi til að koma sér á framfæri fyrir nýliðavalið. Hann æfði fyrst hjá Phoenix Suns, síðan hjá Denver Nuggets og eftir það hjá Dallas Mavericks. Í gær æfði Tryggvi hjá Los Angeles Clippers og í dag æfir hann með Oklahoma City Thunder.

Rúv.is segir frá því í dag að foreldrar Tryggva verði viðstödd nýliðavalið í New York á fimmtudag, ásamt þeim Ágústi Guðmundssyni og Benedikti Guðmundssyni fyrrverandi þjálfurum hans. Einnig verður Hannes S. Jónsson formaður KKÍ viðstaddur.

Móðir Tryggva, Guðrún Tryggadóttir, sagði í stuttu spjalli við 641.is nú í kvöld að mikil spenna væri fyrir valinu á fimmtudaginn og að það yrði mikil upplifun að verða viðstödd nýliðavalið í New York.

Á Yahoo Sports vefnum er birt ítarleg og áhugaverð frétt um Tryggva Snæ í dag. Í fréttinni er rakinn sérstakur og óvenju stuttur ferill Tryggva Snæs í körfubolta, en eins og flestir vita byrjaði Tryggvi að æfa og spila körfublota fyrir aðeins fjóru og hálfu ári síðan. Í greininni dregur þó blaðamaðurinn nokkuð í efa að Tryggvi sé tilbúinn fyrir NBA-deildina strax.

„The consensus in basketball circles is that Hlinason is not ready to contribute at the NBA level yet, but he could carve out a role down the road as a shot-blocking,  lob-catching center who contributes on the glass at both ends“.

641.is mun fylgjast náið með nýliðavalinu á fimmtudagskvöldið, með myndum frá valinu og hugsanlega verður Tryggvi orðinn NBA leikmaður að nýliðavalinu loknu.

 

 

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2018-22. Frá hægri: Helga Sveinbjörnsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Margrét Bjarnadóttir, Arnór Benónýsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Sigurður Hlynur Snæbjörnsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn í gær, fimmtudaginn 14. júní. Arnór Benónýsson var kjörinn oddviti og Margrét Bjarnadóttir var kjörinn varaoddviti.

Samþykkt var að ganga til samninga við núverandi sveitarstjóra, Dagbjörtu Jónsdóttur, um starf sveitarstjóra til næstu fjögurra ára.

Fundargerð fundarins má skoða hér.

 

Tryggvi æfði hjá Denver Nuggets – Viðtal (uppfært)

0
Tryggvi Snær á æfingunni í dag. Mynd: af vef Denver Nuggets

Tryggvi Snær Hlinason æfði hjá NBA-liðinu Denver Nuggets í dag. Æfingin er hluti af nýliðavali NBA deildarinnar 2018 þar sem liðin skoða mögulega leikmenn fyrir valið.

Karfan.is segir frá því að Denver Nuggets eiga þrjá valrétti í ár það er númer 14, 43 og 58 en talið er líklegt að Tryggvi verði á meðal nafna í seinni helming annarar lotu. Fimm aðrir körfuboltamenn vour á æfingunni ásamt Tryggva Snæ í dag. Myndir frá æfingunni má skoða hér á vef Denver Nuggets

Síðasta þriðjudag æfði Tryggvi hjá Phoenix Suns og vakti það nokkra athygli. Nýliðavalið fer fram þann 21. júní næstkomandi í Brooklyn.

 

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps

Helgi Héðinsson, Elísabet Sigurðardóttir, Sigurður Guðni Böðvarsson, Dagbjört Bjarnadóttir og Halldór Þorlákur Sigurðsson

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Skútustaðahrepps var haldinn í gær. Helgi Héðinsson H-lista var kjörinn oddviti og Sigurður G. Böðvarsson H-lista varaoddviti.

Sveitarstjórapistill nr. 36 kom út í dag, 14. júní 2018 í kjölfar sveitarstjórnarfundarins í gær.

Í pistlinum er m.a. fjallað um fyrsta sveitarstjórnarfundinn á þessu kjörtímabili, verðlaun sem Skútustaðahreppur fékk fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu, tvo starfsmenn sem létu af störfum vegna aldurs í vor eftir áratuga starf fyrir sveitafélagið, malbikunarframkæmdir, lengdan opnunartíma í líkamsræktina, jólasveinana í Dimmuborgum sem skemmta ferðamönnum í sumar, 17. júní hátíðahöldin og fleira.

Skútustaðahreppur.is

 

 

 
 

VINSÆLAST Á 641.IS

VEGASJÁ

FÆRÐ