Fjórði Grænfáninn í Stórutjarnaskóla

0
Mynd af vef Stórutjarnaskóla. Jónas Reynir Helgason

Síðan Stórutjarnaskóli fór á græna grein Landverndar haustið 2008 hefur skólinn þurft að endurnýja fánann sinn á tveggja ára fresti samkvæmt öllum reglum þar um. Nú hefur fulltrúi Landverndar staðfest í 4. sinna að nemendur og starfsfólk skólans hafa með vinnu sinni að umhverfis- og lýðheilsumálum uppfyllt þau skilyrði sem til þarf svo skólinn megi flagga Grænfánanum.

Afhending fánans fór fram 8. des. og til að afhenda fánann kom góður gestur frá Akureyri, Eyrún Gígja Káradóttir náttúrufræðikennari í MA. Nemendur í umhverfis- og lýðheilsunefndinni tóku við fánanum en að þessu sinni fékk skólinn einnig sent veggskilti með sömu fánamynd. Það er vegna þess hve Ljósavatnslognið á það til að fjúka hratt og tæta niður fánann á flaggstönginni. Framvegis mun því skólinn skarta bæði skilti og fána.

Myndir má skoða hér

 

Jólapistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps

Þorsteinn Gunnarsson

Kæru Mývetningar nær og fjær. Þar sem þetta er síðasti pistill ársins vil ég nota tækifærið og óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt og viðburðaríkt ár og Mývetningar geta litið björtum augum til framtíðarinnar. Hér í sveit hefur verið mikil uppsveifla undanfarin misseri sem endurspeglast í fólksfjölgun og betri afkomu sveitarfélagsins. Aðalatriðið er að byggja upp gott mannlíf og hlúa vel að kjarnastarfsemi okkar eins og grunnskóla og leikskóla, að starfsfólkinu okkar og bjóða upp á góða þjónustu þar sem gildin okkar eru leiðarljósið; Jafnræði – Jákvæðni – Traust – Virðing.

Þegar farið er yfir sviðið á þessu ári stendur upp úr að mínu mati hversu sveitarstjórn hefur verið samhent í sínum störfum og komið miklu í verk. Á þessu ári er meðal annars búið að: ljúka við gerð mannauðsstefnu, skólastefnu, húsnæðisáætlunar, umbótaáætlunar í fráveitumálum, umferðaröryggisáætlunar. Við erum heilsueflandi samfélag, búið er að stækka leikskólann og ganga frá lóðinni að mestu, nýtt gámasvæði var tekið í notkun, félagsstarf eldri borgara eflt m.a. með því að bjóða upp á ókeypis akstur og lögbundið frístundastarf er hafið í skólanum í samstarfi við Mývetning. Búið að skipta um gúmmíkurl á sparkvellinum, líkamsræktaraðstaðan var tekin í gegn, unnið hefur verið að viðhaldi á fasteignum, lagt í talsverða endurnýjun hjá hitaveitunni, hreppsskrifstofan fékk andlitslyftingu, ný heimasíða er komin í gagnið ásamt málakerfi og svo mætti lengi áfram telja. Á næsta ári blasa við miklar áskoranir eins og í fráveitumálum, viðhaldi, uppbyggingu innra starfs samkvæmt skólastefnu, unnið er að framtíðarstefnu í ferðamálum og ýmislegt fleira.

Verulegur viðsnúningur í rekstri sveitarfélagsins

Fjárhagsáætlun næsta árs var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í morgun. Hún var unnin út frá markmiðum sem sveitarstjórn setti sér á 61. fundi þann 13. september 2017 að rekstur A hluta sveitarfélagsins verði í jafnvægi, þ.e. skatttekjur og þjónustutekjur standi undir rekstri málaflokka og sjóða A-hluta. Jákvæð rekstrarniðurstaða samstæðu, þ.e. A- og B hluta, sem jafnframt standi undir framkvæmdum án lántöku þannig að skuldahlutfall verði áfram undir 50% á tímabilinu.

Útsvar verður óbreytt eða 14,52%, fasteignaskattur verður einnig óbreyttur og almennar gjaldskrár hækka um 3%. Fjárhagsáætlunin var unnin af sveitarstjórn, sveitarstjóra, skrifstofustjóra auk þess sem samráð var haft við forstöðumenn stofnana sveitarfélagsins og endurskoðanda. Viðsnúningur hefur verið í rekstri sveitarfélagsins frá árinu 2014 en það ár var tap á rekstrinum. Síðan þá hafa bæði hagræðingaraðgerðir og talsverð tekjuaukning
vegna fólksfjölgunar breytt forsendum í rekstri sveitarfélagsins til hins betra. Allt stefnir í að reksturinn verði jákvæður fyrir rekstrarárið 2017 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Heildartekjur samstæðunnar (A og B hluta) er áætlað að verði 537 m.kr. á næsta ári, þar af
nemi tekjur A-hluta 494 m.kr. Rekstrargjöld samstæðu fyrir fjármagnsliði nemi 451 m.kr.,
þar af nemi rekstrargjöld A-hluta 419 m.kr. Fjármagnsliðir nettó þ.e fjármagnsgjöld nemi 4
milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðu verði jákvæð um rétt rúmar 81 m.kr., þar af verði
rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð um 75 m.kr.
Veltufé frá rekstri samstæðu nemi 119 mkr. og handbært fé frá rekstri samstæðu nemi 115
m.kr. Skuldahlutfall samstæðu nemi 47%.
Framlegðarhlutfall er áætlað 21%. Ekki er gert ráð fyrir nýjum langtímalántökum á árinu og
verða langtímaskuldir greiddar niður um 9 milljónir króna.

Fjárfestingaáætlun 2018:

Helstu framkvæmdir næsta árs verða malbikunarframkvæmdir, breytt aðkoma að skólum og íþróttamiðstöð, gerð gangstétta og bætt umferðaröryggi í Reykjahlíðarþorpi, endurbætur á hitaveitu á Skútustöðum, frágangur á gámasvæði og leikskóla/grunnskólalóð, viðhald í Skjólbrekku, viðhald í Reykjahlíðarskóla og íþróttahúsi, strandblakvöllur, ærslabelgur o.fl. leiktæki, ný skilti við innkomuleiðir í sveitina o.fl. Gert er ráð fyrir hönnunarkostnaði vegna fyrsta áfanga í umbótaáætlun vegna fráveitumála. Einnig er
gert ráð fyrir mótframlagi vegna umsóknar sveitarfélagsins í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna fyrsta áfanga í uppbyggingu göngustíga í Höfða. Gert er ráð fyrir gerð viðskiptaáætlunar vegna nýrrar sundlaugar, sorpílátum á tilteknum ferðamannastöðum og sorphirðuúrræðum fyrir sumarhúsaeigendur, tækjabúnaði til
áhaldahúss o.fl. Jafnframt er á áætlun að ráða skipulags- og byggingafulltrúa í 100% starf á næsta ári vegna fjölmargra verkefna sem eru fram undan, m.a. í fráveitumálum.

 Unnið verður samkvæmt nýrri skólastefnu sveitarfélagsins.
 Unnið verður eftir nýrri húsnæðisáætlun sveitarfélagsins.
 Unnið verður eftir nýrri mannauðsstefnu sveitafélagsins.
 Unnið verður eftir nýrri umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins.
 Unnið verður eftir Bókun 1 í kjarasamningi grunnskólakennara.

Áfram verður boðið upp á ókeypis frístundaþjónustu eftir að skólatíma lýkur hjá
grunnskólanum og jafnframt upp á ókeypis ritföng næsta haust. Áfram verður boðið upp á
upp á akstur í félagsstarf eldri borgara á fimmtudögum. Reykjahlíðarskóli verður
tölvuvæddur, gert ráð fyrir áframhaldandi endurnýjun á húsgögnum, hljóðkerfi fyrir
kennara í íþróttahúsi o.fl. Nýjar heimasíður verða gerðar fyrir Reykjahlíðarskóla og
leikskólann Yl. Þá mun leikskólinn bjóða upp á leikskólaappið Karellen. Gert er ráð fyrir nýjum samningum við félag eldri borgara og Golfklúbb Mývatnssveitar. Keyptur verður
aðgangsstýribúnaður í íþróttamiðstöðina til að hafa sólarhringsaðgang að líkamsræktaraðstöðu.

Skólastefna Skútustaðahrepps 2017-2022 samþykkt í sveitarstjórn

Á sveitarstjórnarfundi 8. mars 2017 var bókað að skólanefnd skyldi sjá um mótun skólastefnu Skútustaðahrepps. Stýrihópur um skólastefnu var settur á laggirnar sem í sátu sveitarstjóri, skólastjóri, leikskólastjóri, formaður skólanefndar og fulltrúar foreldra frá bæði
leikskóla og grunnskóla. Í tengslum við gerð skólastefnunnar var m.a. haldinn íbúafundur,
nemendaþing og farið í skólaheimsóknir í leik og grunnskóla að Hrafnagili. Þá voru fyrstu drög skólastefnunnar lögð fram til almennrar umsagnar. Skólanefnd hefur samþykkt
skólastefnuna fyrir sitt leyti. Sveitarstjórn samþykkti skólastefnuna og þakkar stýrihópnum vel unnin störf. Sveitarstjóra er jafnframt falið að kynna skólastefnuna fyrir íbúum sveitarfélagsins. Skólastefnuna er m.a. hægt að nálgast á www.skutustadahreppur.is. Hún verður jafnframt send á alla foreldra/forráðamenn í tölvupósti. Þegar er farið að vinna eftir henni í fjárhagsáætlun sveitarstjórnar fyrir næsta ár.

Húsnæðisáætlun samþykkt til næstu 10 ára

Sveitarstjórn hefur samþykkt húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps fyrir árin 2018-2027.
Sveitarstjórn bókaði á fundi sínum 13. september s.l. að gera húsnæðisáætlun fyrir
Skútustaðahrepp. Í því felst að greina stöðu húsnæðismála í Skútustaðahreppi og setja fram áætlun um hvernig þeim málum skuli háttað til næstu ára. Atvinnumálanefnd og sveitarstjóra var falið að halda utan um verkefnið. Í húsnæðisáætluninni kemur m.a. fram að í ljósi fólksfjölgunar vegna uppgangs ferðaþjónustu hafi verið talsverð eftirspurn eftir íbúðum í Skútustaðahreppi síðustu misseri. Atvinnurekandi hefur brugðist við með því að
byggja raðhús í Klappahrauni, hótel hafa farið þá leið að byggja starfsmannaíbúðir við hótelin eða starfsmannaherbergi inni á hótelunum. Hingað hefur flutt ungt barnafólk sem hefur fengið heilsársstörf. En ljóst er að hár byggingakostnaður í Skútustaðahreppi sem
ekki skilar sér í markaðsverði fasteigna er letjandi þegar kemur að uppbyggingu.

Á íbúðarsvæðum í Reykjahlíð í dag er rými fyrir um 35 nýjar íbúðir. Við gerð húsnæðisáætlunarinnar var gerð könnun á meðal rekstraraðila í Skútustaðahreppi
til þess að varpa ljósi á húsnæðisþörfina á næstu árum. Sendur var út spurningalisti til
27 aðila. Í svörum sem bárust frá 22 aðilum kemur m.a. fram að þörf er fyrir leiguhúsnæði
fyrir starfsfólk hjá um helmingi svarenda, samantekið í hæsta gildi fyrir 49 starfsmenn,
eða um 5 manns að meðaltali á ári næstu tíu árum. Atvinnurekendur kjósa almennt að byggja eigin starfsmannaíbúðir eða kaupa á almennum markaði þótt þar sé ekki mikið framboð þessa dagana. Miðað við svörin virðist ekki mikill áhugi fyrir öðru húsnæðisformi eins og t.d. húsnæðissjálfseignastofnun. Sveitarstjórn telur engu að síður þörf á að skoða þann flöt frekar, með tilliti til íbúðarhúsnæðis á almennum markaði. Lagðar eru fram tillögur í 14 liðum. Meðal annars þarf að huga að endurskoðun aðalskipulags eftir næstu kosningar, huga að stækkun byggðar austan við Múlaveg, skoða þéttingu byggðar á Skútustöðum og í Vogum, funda með rekstraraðilum vegna byggingu leiguíbúða, endurskoða skilmála varðandi byggingu íbúðarhúsa án tengsla við búrekstur á núverandi lögbýlum, að gatnagerðargjöld verði endurskoðuð o.fl.
Húsnæðisáætlun Skútustaðahrepps er aðgengileg á www.skutustadahreppur.is

Reglubundin tæming rotþróa

Sveitarstjórn hefur samþykkt að gera breytingar þegar kemur að skipulagi á hreinsun, tæmingu og eftirliti rotþróa í Skútustaðahreppi í samræmi við samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. Í stuttu máli sagt verða allar rotþrær í sveitarfélaginu, fyrir utan þær sem eru í eigu rekstraraðila, tæmdar hér eftir á þriggja ára fresti og verður kostnaðinum dreift niður á þrjú ár og innheimtur með fasteignagjöldum eins og heimilt er. Stefnt er að því að tæma allar rotþrær á næsta ári. Fyrir hverja fasteign innan marka Skútustaðahrepps með eigin fráveitu, eða fráveitu sem ekki er tengd holræsakerfi í eigu Skútustaðahrepps, skal greiða árlegt þjónustugjald. Greiða skal sérstakt gjald fyrir hverja rotþró, ef fleiri en ein rotþró er á sömu fasteign. Ef fleiri en ein húseign er tengd rotþró skal þjónustugjaldi deilt með jöfnum hætti á fasteignir, nema ef sýnt er fram á aðra eignareða notkunarskiptingu á þrónni. Undanþegnir frá gjaldskyldu eru rekstraraðilar með útgefin rekstrarleyfi fyrir veitinga- og gististaði (flokkur 1-IV og hótelleyfi) en þeir skulu semja um tæmingu rotþróa við viðurkenndan þjónustuaðila með gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits, sbr. 3. gr. samþykktar um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ. Slíkir
rekstraraðilar geta einnig samið við Skútustaðahrepp um reglubunda tæmingu og skal samið um það sérstaklega. Árlegt gjald fer eftir stærð rotþróa og er eftirfarandi miðað við þriggja ára losun:
– 0-4000 lítrar 15.000.
– 4001-6000 lítrar 20.000 kr.
– 6000 lítrar og yfir 1.800 kr. fyrir hvern rúm.
umfram 6000 lítra.
Endurkomugjald (þ.e. ef ekki er búið að greiða aðgengi og undirbúa þró fyrir tæmingu ) er 50% álag miðað við stærð þróar. Fjárhæð árgjalds miðast við að tæming og skoðun rotþróar eigi sér stað þriðja hvert ár. Komi fram beiðni um eða ef nauðsynlegt er að
tæma rótþró sérstaklega, skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá
verktaka. Fjárhæð árgjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota lengri barka en 50 metra. Ef leggja þarf lengri barka en 50 metra þá leggjast við kr. 8.250. Rotþrær þurfa að vera aðgengilegur fyrir hreinsun. Allur aukakostnaður vegna tæmingar skal eigandi fasteignar greiða samkvæmt reikningi beint frá verktaka. Nánari upplýsingar verða sendar út síðar.

Aðventuhreyfingin sló í gegn

Alls mættu um 40 manns í aðventuhreyfinguna sem íþróttamiðstöðin stóð fyrir síðasta
laugardag. Mæld var 5 km braut þar sem hver og einn hreyfði sig eftir eigin áhuga og hvað
hentaði. Jólaandinn sveif yfir vötnum. Alls voru 25 vinningar dregnir út sem safnað var hjá
fyrirtækjum í Mývatnssveit og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Aðalatriðið var að hittast og hafa gaman saman í anda Heilsueflandi samfélags en Ásta Price hjá íþróttamiðstöðinni
hafði veg og vanda að skipulaginu og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Unnið að framtíðarsýn Skjólbrekku

Á fundi sveitarstjórnar var lagt fram minnisblað frá félags- og menningarmálanefnd um
rekstrarfyrirkomulag Skjólbrekku. Um áramót rennur út leigusamningur við Mývatn ehf. um
rekstur Skjólbrekku og hefur leigutaki tilkynnt að hann muni ekki óska eftir endurnýjun á
samningnum. Sveitarstjórn samþykkti að samið verði við fráfarandi leigutaka um uppgjör á búnaði í húsinu. Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góða vinnu og samþykkti að sveitarstjóri, oddviti, Elísabet Sigurðardóttir og Sigurður Böðvarsson skipi stýrihóp til að koma með mótaðar tillögur fyrir sveitarstjórn sem byggja á tillögum félagsog
menningarmálanefndar. Sveitarstjóra var falið að semja erindisbréf fyrir stýrihópinn. Þess
má geta að í fjárhagsáætlun 2018 er gert ráð fyrir 5 m.kr. í viðhald í Skjólbrekku.
Ljóst er að sveitarfélagið mun taka a.m.k. tímabundið yfir rekstur Skjólbrekku. Til að
byrja með verður hægt að bóka Skjólbrekku fyrir viðburði á skrifstofu Skútustaðahrepps, í
síma 464 4163 eða á netfangið skutustadahreppur@skutustadahreppur.is

Beðið eftir nýjum ráðherrum vegna fráveitumála

Eftir að ný ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum sendi sveitarstjóri ósk til nýs umhverfis- og
auðlindaráðherra og nýs fjármála- og efnahagsráðherra þann 30. nóv. s.l. þess efnis
að teknar verði upp að nýju viðræður á milli Skútustaðahrepps og ríkisvaldsins um
fjárhagslega aðkomu ríkisins að fráveitumálum í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið fékk frest hjá heilbrigðiseftirlitinu til að skila inn fjármagnaðri umbótaáætlun til næstu áramóta. Í ljósi tafa á viðræðum við ríkisvaldið vegna ríkisstjórnaskipta, samþykkir sveitarstjórn að sótt verði um frest til að skila inn uppfærðri umbótaáætlun þar til niðurstaða er komin í
samningaviðræður við ríkisvaldið. Rétt er að taka fram að sveitarstjórn vinnur nú
þegar eftir umbótaáætluninni varðandi útfærslu lausna og skipulag. Samþykkt hefur verið
breyting á deiliskipulagi í Reykjahlíð vegna staðsetningar hreinsistöðvar. Í fjárhagsáætlun
sveitarfélagsins 2018 er gert ráð fyrir hönnunarkostnaði fyrir fyrsta áfanga sem er
fyrir fráveitu í Reykjahlíð, ásamt auknu stöðuhlutfalli skipulags- og byggingafulltrúa, úr
33% í 100% sem að vonum mun nýtast til utanumhalds um víðtækt svið fráveitulausna.

Styrkveitingar til lista- og menningarstarfs

Alls bárust félags- og menningarmálanefnd fjórar umsóknir um styrkveitingar vegna seinni
úthlutunar 2017 til lista- og menningarstarfs, tvær þeirra voru ekki metnar styrkhæfar.
Nefndin lagði til við sveitarstjórn að styrkjum verði úthlutað sem hér segir:

Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn 500.000 kr.
Músík í Mývatnssveit 200.000 kr.

Sveitarstjórn samþykkti tillögu félags- og menningarmálanefndar. Styrkirnir rúmast innan
heimildar fjárhagsáætlunar 2017.

Hænsnahald í þéttbýli

Sveitarstjórn samþykkti nýlega reglugerð um hænsnahald í þéttbýli. Á fundi sveitarstjórnar lá fyrir umsókn um hænsnahald frá Garðari Finnssyni að Birkihrauni 12. Sveitarstjórn
samþykkti erindið enda í samræmi við samþykkt um hænsnahald í þéttbýli í Skútustaðahreppi sem kveður á um leyfi fyrir allt að 6 hænsnum en hanar eru með öllu
óheimilir.

Í skugga valdsins

Fundargerð 854. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. nóvember
2017 var lögð fram á fundi sveitarstjórnar Skútustaðahrepps í morgun. Sveitarstjórn tekur
heils hugar undir bókun stjórnar sambandsins undir lið 1: Í skugga valdsins. Þar segir:
„Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í
stjórnmálum á Íslandi hafa tekið undir merkjum“Í skugga valdsins“ og hvetur sveitarstjórnir landsins til að taka þátt í umræðu um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi á vettvangi stjórnmála og á vinnustöðum sveitarfélaga. Nauðsynlegt er að öll sveitarfélög setji sér formlega stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni enda er slík hegðun ólíðandi með öllu. Þau sveitarfélög sem ekki hafa gert slíkt eru hvött til að nýta sér sem fyrirmynd stefnu og viðbragðsáætlun sambandsins í þessu efni sem aðgengileg er á heimasíðu þess. Stjórnin samþykkir einnig að málefnið verði tekið til sérstakrar umfjöllunar á landsþingi sambandsins á næsta ári og verði einnig hluti af því námsefni sem kennt verður á
námskeiðum fyrir sveitarstjórnarmenn í kjölfar næstu sveitarstjórnarkosninga.“
Samkvæmt nýlegri Mannauðsstefnu Skútustaðahrepps er kafli þar sem sérstaklega
er fjallað um einelti og kynferðislega áreitni og lögð til leiðbeinandi viðbragðsáætlun.
Sveitarstjórn samþykkir að á næsta sameiginlega starfsmannadegi Skútustaðahrepps verði sérstaklega tekin fyrir umræða um kynferðisofbeldi og áreiti og hvernig koma megi í veg fyrir slíkt athæfi. Jafnframt verði rýnt í kaflann í mannauðsstefnunni um kynferðislega áreitni og hann endurskoðaður á starfsmannadeginum.

Lestur á hitaveitumælum – Sendið sjálf inn álesturinn

Kæru Mývetningar. Nú biðlum við til ykkar um aðstoð við álestur á hitaveitumælum í ykkar
fasteign og bjóðum upp á að þið sendið inn álestur með mynd.
Svona farið þið að:
 Takið mynd af hitaveitumælinum, sendið með tölvupósti á netfangið alma@skutustadahreppur.is.
 Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja í tölvupóstinum: Heimilisfang, nafn og kennitala sendanda og hvaða dag lesið er af.

Athugið að ef fleiri en einn hitaveitumælir er í fasteigninni þarf að senda inn mynd af öllum
mælunum. Skilafrestur er til og með 20. desember 2017.
Leiðbeiningar um álestur á hitaveitumælum má sjá hér:

Eins og ykkur er kunnugt um eru hitaveitureikningar ársins byggðir á áætlun um
hitaveitunotkun sem við reynum að láta endurspegla sem best raunverulega notkun.
Notendur fá þá mánaðarlega senda áætlunarreikninga. Eftir álesturinn er uppgjörsreikningur sendur út til viðskiptavina. Þar kemur raunnotkun liðins árs fram og þar með kemur í ljós hvort viðskiptavinur á inneign eða er í skuld vegna næstliðins árs. Viðskiptavinir geta því átt von á reikningum með annarri krónutölu en þeir eru vanir.
Oft liggur skýringin á aukinni notkun eins og á heimilinu en stundum kann að vera að um bilun sé að ræða. Dæmi um þetta eru bilaðir ofnkranar eða bilun í stýribúnaði húsveitu sem
veldur sírennsli vatns. Þá er mögulegt að áætlun eða álestur sé rangur. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Skútustaðahrepps í síma 464 4163.

Skemmtilegir jólatónleikar

Jólatónleikar tónlistarskólans fóru fram í Reykjahlíðarskóla fyrir skömmu. Allir nemendur
tónlistarskólans komu fram og stóðu sig með stakri prýði. Þá tróð hljómsveit upp með
nokkrum nemendum og yngstu nemendur skólans sungu jólalög. Leikskólabörnin komu
einnig fram. Gaman var að sjá hvað nemendurnir hafa lært mikið í vetur með nýjum
kennurum. Jafnframt er ánægjulegt að sjá að flestir nemendur Reykjahlíðarskóla eru í
hljóðfæranámi.

HRÓS DAGSINS…
fá nemendur elsta stigs í Reykjahlíðarskóla. Í síðustu viku komu þeir færandi hendi í
samverustund aldraðra í íþróttahúsinu með smákökur og brúntertu sem þeir höfðu bakað
heima. Frábært framtak hjá krökkunum. Veitingarnar smökkuðust ljómandi vel og hér
má sjá sýnishorn af þeim.

Ýmislegt

Að vanda hef ég sótt ýmsa fundi og ráðstefnur að undanförnu og má þar nefna árlegan fund samstarfsnefndar lögreglu og sveitafélaga í umdæminu, undirbúningsfund um nýja
persónuverndarlöggjöf, með fulltrúa Mýsköpunar, fulltrúum nángrannasveitarfélaga,
KPMG, forstöðumannafund, fundi í skipulagsnefnd og skólanefnd, svo eitthvað sé
nefnt.

Sem fyrr er hér er stiklað á stóru. Ætlunin er að pistill sveitarstjóra birtist tvisvar í mánuði, í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Tilgangurinn er að efla upplýsingastreymi sveitarstjórnar. Sveitarstjórapistillinn er sendur út í tölvupósti, í pósti og birtur á heimasíðu
sveitarfélagsins.

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri

 

Tryggvi Snær í öðru sæti í vali á körfuknattleikskarli ársins 2017

0
Tryggvi fagnar með liðsfélögum sínum í Valencia eftir leik nýlega

Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2017 af KKÍ, en tilkynnt var um valið í morgun á vef Körfuknattleiksambandsins í morgun. Bárðdælingurinn stóri, Tryggvi Snær Hlinason, varð í öðru sæti á eftir Martin. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum og afreksnefnd KKÍ og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2017. Frá þessu segir á vef kkí.is í morgun.

Umsögn kkí um Tryggva Snæ.

Tryggvi Snær Hlinason · Valencia (Spánn)
Bárðdælingurinn hávaxni hefur sýnt það og sannað hversu miklum framförum hann hefur tekið á skömmum tíma, í ljósi þess að hann byrjaði að æfa körfubolta árið 2014. Tryggvi Snær er orðinn eitt mesta efni íslenska landsliðsins og framtíðar leikmaður af ungu kynslóðinni en Tryggvi er fæddur 1997. Tryggvi var í U20 ára liði Íslands sem náði 2. sætinu í B-deild Evrópumótsins sumarið 2016 og lék með U20 ára liðinu í fyrsta sinn í sögu KKÍ í A-deild síðastliðið sumar, þar sem liðið hafnaði í 8. sæti af 16 liðum. Tryggvi stóð sig gríðarlega vel og var valinn í fimm manna úrvalsliðið í mótslok, fyrstur íslendinga í sögunni. Hann leiddi mótið í framlagi bæði eftir riðlakeppnia og í mótslok eftir úrslitakeppnina með 25.6 framlagstigum að meðaltali og flest varin skot í leik (3.1). Þá var hann þriðji frákastahæsti maður mótsins með 11.6 í leik að meðaltali. Tryggvi Snær samdi við Valencia á Spáni fyrir sumarið til þriggja ára þar sem hann æfir og keppir með Spánarmeisturunum í bestu deild Evrópu og leikur með þeim einnig í EuroLeague, meistadeild körfunnar og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk að undanförnu.

Áhugasömun er bent á að á vefnum Sport.is er hægt að fylgjast beint með leikjum Valencia í Evrópudeildinni í körfubolta, en Tryggvi Snær skoraði 8 stig í síðasta leik Valencia í Evrópudeildinni.

15. des. kl 19.30 Valencia – Rauða Stj. | Euroleague
19. des. kl 19.45 Real Madrid – Valencia | Euroleague
21. des. kl 19.05 Valencia – Z.Kaunas | Euroleague

Sport.is beint

 

Þrír öflugir leikmenn til Magna – Myndband

0
Skjáskot úr myndbandinu

Magni á Greni­vík, sem leik­ur í 1. deild karla í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, hef­ur fengið góðan liðsauka fyr­ir bar­átt­una en þrír reynd­ir leik­menn úr Þór og KA eru komn­ir til liðs við nýliðana. Þetta eru þeir Sig­urður Marinó Kristjáns­son og Gunn­ar Örvar Stef­áns­son sem koma frá Þór og Davíð Rún­ar Bjarna­son sem kem­ur frá KA. Frá þessu segir á mbl.is í dag.

Sig­urður Marinó er 26 ára miðjumaður sem hef­ur leikið með meist­ara­flokki Þórs í ell­efu ár og spilað 56 leiki fyr­ir liðið í efstu deild. Þá gerði hann þrennu í Evr­ópu­leik með Þórsur­um gegn Bohem­ians frá Írlandi árið 2012.

Gunn­ar Örvar er 23 ára fram­herji sem lék fyrst með KA en síðan með Þór und­an­far­in þrjú ár þar sem hann hef­ur skorað 25 mörk fyr­ir liðið í 1. deild­inni.

Davíð Rún­ar er 26 ára varn­ar­maður sem hef­ur leikið með meist­ara­flokki KA frá 2008 og var fyr­irliði liðsins þegar það vann 1. deild­ina 2016. Hann missti af fyrri hluta tíma­bils­ins í úr­vals­deild­inni í fyrra en lék þar 9 leiki og skoraði eitt mark.

Magni hafnaði í 2. sæti 2. deild­ar í fyrra og leik­ur í fyrsta skipti í næ­stefstu deild frá ár­inu 1979 en þá hafði fé­lagið eins árs viðdvöl í deild­inni.

Magna­menn kynntu þre­menn­ing­ana til leiks í dag með at­hygl­is­verðu mynd­bandi á vef sín­um:

Um daginn var svo kynntur nýr aðstoðarþjálfari Magna með meðfylgjandi myndbandi.

Meira en fimmtungur Íslands er friðlýstur

0
Á myndinni má sjá þróun friðlýsinga fram til dagsins í dag.

Með stækkun friðlands í Þjórsárverum og stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á árinu sem er að líða er búið að friðlýsa 21,6% af flatarmáli Íslands. Hildur Vésteinsdóttir, teymisstjóri í friðlýsingateymi Umhverfisstofnunar, hefur reiknað út að alls sé raunheildarflatarmál friðlýstra svæða 22.233,3 ferkílómetrar. Heildarflatarmál Íslands er um, 103.000 ferkílómetrar. Frá þessu segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Upphaf friðlýsinga á Íslandi má rekja til ársins 1928 þegar Þingvellir voru friðlýstir. Nokkur tími leið uns næsta skref var stigið en árið 1940 var Eldey friðlýst. Fátt var að frétta næsta tuttugu árin uns stórt og mikilvægt skref var stigið árið 1968 með stofnun Skaftafellsþjóðgarðs.

Áttundi áratugur síðustu aldar var drjúgur í friðlýsingum. 1973-1974 voru fjölmörg svæði friðlýst, s.s. Skútustaðagígar, Hvannalindir, Hólmanes, Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum, Bláfjöll, Steðji, Eldborg, Herðubreiðarlindir, Húsafell, Mývatn og Laxá, Ingólfshöfði og Grótta. Næstu stökk eru þegar friðland að Fjallabaki var stofnað árið 1978 og Þjórsárver árið 1981. Árið 1984 var Skaftafellsþjóðgarður stækkaður úr 500 km2 í 1700 km2. Árið 1995 var Breiðafjörður verndaður með sérlögum sem telst mjög stórt skref. Árið 2004 var Skaftafellsþjóðgarður stækkaður aftur verulega. Ástæða dýfu sem sést á myndinni er að verndarsvæði Mývatns og Laxár var minnkað verulega, úr 4400 km2 í 152,89 km2.

„Síðasta stóra stökkið er árið 2008 þegar Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður,“ segir Hildur.

Samhliða því að flatarmál jókst, fækkaði fjölda friðlýstra svæða því með stofnun þjóðgarðsins urðu þegar friðlýst svæði hluti hans, þ.e. Skaftafellsþjóðgarður, Esjufjöll, Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum og Askja.

Hildur segir að flest stóru friðlýsingaskrefin sem hafi verið stigin á fyrri hluta tímabilsins séu í kringum náttúruverndarþing. Þá hafi mikið kapp verið lagt á að ljúka við friðlýsingar fyrir þing og eftir þegar fram komu nýjar tillögur að friðlýstum svæðum.

 

Velferðarsjóður Þingeyinga – Umsóknir vegna jólaúthlutunar

0

Umsóknir um jólaúthlutun sjóðsins þurfa að berast velferðarsjóðnum fyrir 15. desember nk. Þeir sem þurfa á því að halda eru vinsamlegast beðnir um aðsækja á rkihusavik@simnet.is Eða hringja í sr. Sighvat í síma 861-2317.

Úthlutunin fer fram í Kirkjubæ miðvikudaginn 20. desember kl 16:00- 18:00

Úthlutunarnefnd Velferðarsjóðs Þingeyinga.

 

Fálki étur húsönd – Myndband

0
Skjáskot úr myndbandinu. Svartárkot í baksýn.

Magnús Skarphéðinsson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal náði í gær mögnuðu myndskeiði af fálka sem var að gæða sér á húsandarstegg skammt frá Svatrárkoti í Bárðardal.

„Við sáum fálkann fljúga yfir bæinn með eitthvað stórt í klónum og því sendi ég drónann á eftir honum til þess að sjá hvað hann væri með“, sagði Magnús í spjalli við 641.is nú í kvöld.

Þegar dróninn fann fálkann skammt sunnan við Svartárkot, kom í ljós að hann hafði náð í húsandarstegg og var að éta hann. Fálkinn kippti sér lítið sem ekkert upp við nærveru drónans enda niðursokkinn við það á éta bráðina og giskaði Magnús á að dróninn hefði komist í nokkra metra fjarlægð við hann, eins og sjá má að meðfylgjandi myndskeiði.

„Fálkinn var greinilega ekki með það á hreinu að húsöndin er friðuð“, bætti Magnús við.

 

Super Break staðfestir flugferðir til Akureyrar næsta sumar og vetur

0
Chris Hagan forsvarsmaður Super Break.

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar næstkomandi, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur. Þetta var tilkynnt á fundi forsvarsmanns Super Break, Chris Hagan, með fulltrúum ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Hótel KEA í morgun.

Í tilkynningu segir að þetta séu afar ánægjulegar fréttir og er enn frekar til marks um þann árangur sem Flugklasinn Air 66N hefur náð. Nýting flugsæta í þeim ferðum sem verða næsta vetur er langtum betri en Super Break átti von á og stefnir í að hún verði 95%. Með þennan mikla áhuga Breta að leiðarljósi, var ákveðið að fljúga einnig næsta sumar til Akureyrar og fljúga enn oftar til Akureyrar næsta vetur en nú. Samtals verður flogið sjö sinnum til Akureyrar næsta sumar, en næsta vetur verða flugferðirnar að minnsta kosti 22 talsins. Sumarflugin verða frá 11. júní til 6. júlí en vetrarflugin frá 10. desember til febrúarloka.

Á fundinum í morgun tók Hagan það sérstaklega fram hve mikil jákvæðni væri gagnvart þessum ferðum Super Break meðal ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu og sagði að hann og hans starfsfólk hefði aldrei upplifað annað eins. Það væri greinilegt að hér á svæðinu væri bæði nægt úrval ferðaþjónustufyrirtækja og einnig greinilegur áhugi og metnaður fyrir á því að gera eins vel við ferðamenn og hægt er.

Þegar rýnt er í tölurnar, hvað varðar ferðamannafjölda og gistináttafjölda, kemur í ljós að miðað við 95% nýtingu flugsæta í janúar og febrúar 2018 komi um það bil 2.500 manns frá Bretlandi til Norðurlands og gistinæturnar verða um það bil 8.750. Næsta sumar, miðað við 85% nýtingu sæta verða þetta um 1.100 manns og 3900 gistinætur.

Næsta vetur stefnir í að um 3.500 manns komi til Norðurlands með þessu beina flugi og að gistinæturnar verði 12.250, og því ljóst að næsta vetrartímabil mun verða nokkuð ólíkt því sem við höfum hingað til séð segir í tilkynningunni.

 

Tryggvi Snær tróð með tilþrifum fyrir Valencia í Evrópudeildinni – Myndband

0
Tryggvi Snær. Mynd af facebooksíðu Valencia

Tryggvi Snær Hlinason kom talsvert við sögu hjá Valencia Basket þegar liðið tapaði fyrir Olympiakos í Meistaradeildinni í körfuknattleik, Euroleague, í gærkvöld, 64-72. Tryggvi lék í tæpar níu mínútur, skoraði tvö stig, tók tvö fráköst, varði eitt skot, stal boltanum einu sinni og átti eina stoðsendingu. Frá þessu segir á Sport.is.

Tryggvi kom inn á þegar 43 sekúndur voru eftir af fyrsta leikhluta og tilkynnti komu sína með látum, tók varnarfrákast og tróð svo með tilþrifum í sókninni sem fylgdi í kjölfarið.

Þessi tilþrif má sjá á myndbandinu hér að neðan.

Fjögur lömb heimtust í Svartárkoti – Sátu kolföst í óvenju þéttum snjó

0
Hrúturinn kolfastur í snjónum. Skjáskot úr myndbandinu

„Við sáum eitthvað dökkt í snjónum hinu megin við vatnið (Svartárvatn). Við héldum fyrst að þetta væri hrafn eða kanski tófa, en það var of kalt til að fljúga drónanum á staðinn til í kíkja á þetta. Í gær dró nokkuð úr frosti og þá sendum við drónann til að gá hvað þetta væri og þá sáum við að þetta voru tvær gráar gimbrar og var önnur þeirra föst í snjónum, eins og sést á myndbandinu“, sagði Sigurlína Tryggadóttir bóndi í Svartárkoti í Bárðardal í spjalli við 641.is nú í kvöld. Í gær og í dag heimtust fjögur lömb þar á bæ sem sátu kolföst í óvenju þéttum snjó sem kyngdi niður í norðanáhlaupinu í síðustu viku.

Í dag fann svo eiginmaður Sigurlínu, Magnús Skarphéðinsson, tvo lambhrúta á lífi og var annar þeirra kolfastur í snjónum og stóð aðeins hausinn upp úr. Refur eða refir höfðu greinilega haft nokkurn áhuga á hrútunum því refaslóðir voru í næsta nágrenni við þá. Magnús taldi það hugsanlegt að hefði hrúturinn verið einn á staðnum væri ekki víst að hann væri á lífi þar sem þekkt er að tófur ráðist á fé sem situr fast í fönn, þar sem það á erfitt með að verja sig og getur ekki forðað sér. (Sjá myndbandið hér fyrir neðan)

„Ég fór með lausa hrútinn heim á vélsleða og kom svo til baka með skólfu til að moka hinn upp. Snjórinn var glerharður í kringum hann og mjög þéttur og ég efast um að hann hefði losnað af sjálfsdáðum“, sagði Magnús

Öll þessi lömb höfðu heimst í fyrstu smölun en struku síðan úr túninu og var Magnús ánægður með að hafa heimt þau núna og sérstaklega hvíta hrútinn, þar sem hann hafði komið til greina sem ásetningur nú í haust.

„Rúningi er því ekki alveg lokið hjá okkur“, sagði Magnús glaður í bragði við tíðindamann 641.is í kvöld.

 

Þeistareykjavirkjun gangsett

0
Frá gangsetningunni. Mynd: Hafþór Hreiðarsson

17. aflstöð Landsvirkjunar að Þeistareykjum var gangsett sl. föstudag við hátíðlega athöfn. Í fréttatilkynningu segir að um sé að ræða þriðju jarðvarmastöð fyrirtækisins, en fyrir eru Kröflustöð og gamla gufustöðin í Bjarnarflagi. Þeistareykjastöð er fyrsta jarðvarmastöð sem Landsvirkjun byggir frá grunni.

Þeistareykjastöð verður 90 MW. Hún er reist í tveimur 45 MW áföngum og var vélasamstæða 1 gangsett í dag og tengd við flutningskerfi Landsnets. Fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Jóhannesson, og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, gangsettu virkjunina í sameiningu.

Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri stýrði athöfninni en í upphafi fór Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, yfir öryggisatriði á staðnum. Þá tók Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður til máls og rakti meðal annars sögu Þeistareykjavirkjunar og þakkaði samstarfsaðilum, verktökum og starfsfólki. Hörður Arnarson forstjóri sagði í ávarpi sínu að framkvæmdin hefði tekist vel og lögð hefði verið mikil áhersla á samskipti og samráð og umhverfis- og öryggismál. Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri framkvæmdarinnar, rakti nokkra verkþætti framkvæmdarinnar.

Í ávarpi sínu sagði Þórdís Kolbrún iðnaðarráðherra að um þjóðhagslega hagkvæman virkjunarkost væri að ræða, sem myndi auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa og hafa jákvæð áhrif í víðtækum skilningi. Benedikt fjármálaráðherra sagði að gangsetning Þeistareykjastöðvar væri mikið gleðiefni; sem fjármálaráðherra hlyti hann að gleðjast yfir því í hvert skipti sem Landsvirkjun yki verðmæti sitt með nýjum verkefnum.

Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveitar. Mynd; Hafþór Hreiðarsson

Þá hélt Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, ávarp, þar sem hann sagði að samvinnan við Landsvirkjun hefði verið góð, einkennst af kurteisi við samfélag og náttúru. Að því loknu gangsettu ráðherrarnir virkjunina með samskiptum við stjórnstöð Landsnets og vaktmann á Þeistareykjum í gegnum TETRA-kerfið

Mikil áhersla er lögð á varfærna uppbyggingu og nýtingu jarðvarmans á svæðinu, en fyrir liggur mat á umhverfisáhrifum fyrir allt að 200 MW virkjun á svæðinu. Uppsetning á vélasamstæðu 2 er nú í fullum gangi og er stefnt að því að orkuvinnsla hennar hefjist í apríl 2018.

 

Saga framkvæmdar

Heimamenn áttu frumkvæði að nýtingu svæðisins, en saga Þeistareykjaverkefnisins nær allt til ársins 1999, þegar Þeistareykir ehf. voru stofnaðir í aprílmánuði. Stofnaðilar voru orkufyrirtækin Orkuveita Húsavíkur og Norðurorka, ásamt Aðaldælahreppi og Reykdælahreppi, sem er nú Þingeyjarsveit. Það var ekki fyrr en haustið 2005 að Landsvirkjun eignaðist um 32% í fyrirtækinu, en í kjölfarið jók fyrirtækið eignarhlut sinn smám saman og eignaðist félagið loks að fullu vorið 2010.

Árið 2011 hófst hönnun mannvirkja og þremur árum síðar, 2014, var  ráðist í umfangsmiklar undirbúningsframkvæmdir sem miðuðu að því að hægt væri að ráðast í uppbyggingu virkjunarinnar með stuttum fyrirvara.

Í febrúar 2015 var skrifað undir samning um kaup á einni 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnaði. Í ágústmánuði það sama ár var ákveðið að ráðast í annan áfanga verkefnisins, en hann snýr að kaupum og uppsetningu á annarri 45 MW vél.

Upphaf byggingaframkvæmda var á vormánuðum 2015, en hámarki náðu þær á verkstað  árið 2016 og þegar mest var störfuðu þar um 240 manns.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að stöðvarhúsinu við hátíðlega athöfn í september 2016,. Frá þeim tíma hefur verið lokið við uppbyggingu stöðvarhúss, gufuveitumannvirki reist og lokið við boranir á þeim 8 vinnsluholum, til viðbótar þeim sem fyrir voru, sem knýja munu vélasamstæður virkjunarinnar.

Listaverkasamkeppni

Landsvirkjun hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um hannað verk eða listaverk í nágrenni Þeistareykjavirkjunar, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands. Samkeppnin verður opin samkeppni með forvali og verður auglýst nánar síðar.

 

Útgáfa starfsleyfis fyrir kísilmálmverksmiðju á Bakka

0
PCC BakkiSilikon við Húsavík

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir PCC BakkiSilicon hf. Eins og kunnugt er hyggst fyrirtækið hefja framleiðslu á hrákísli í nýbyggðri verksmiðju á iðnaðarsvæðinu á Bakka í Norðurþingi. Framleiddur verður meira en 98,5 % hreinn kísill. Veitt er heimild til framleiðslu á allt að 66.000 tonnum á ári. Frá þessu segir á vef Umhverfisstofnunar.

Auglýsing á starfsleyfistillögu fór fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Auglýst var í Lögbirtingablaði og í Skránni á Húsavík auk tilkynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Haldinn var kynningarfundur um tillöguna 7. september 2017 í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík.

Ein umsögn barst um tillöguna frá Landvernd. Umhverfisstofnun ákvað að bera einn lið umsagnarinnar undir Skipulagsstofnun sem fjallaði um meinta annmarka á áliti hennar. Þar var einkum fjallað um sjónarmið samtakanna um að tilteknum atriðum hafi verið sleppt í mati á umhverfisáhrifum. Í meginatriðum var svar Skipulagsstofnunar þess efnis að umfjöllun hennar hafi farið rétt fram samkvæmt lögum. Þá var umsögnin frá Landvernd send til fyrirtækisins sem ákvað að svara henni sérstaklega fyrir sitt leyti. Viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni koma hins vegar í heild fram í fylgiskjali 4 í starfsleyfinu.

Nokkur endurskoðun fór fram á ákvæðum starfsleyfisins  eftir auglýsingu tillögu eins og oft er raunin í sambandi við starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Lagfæra þurfti ákvæði um úrgang og var þar fallist á sjónarmið í umsögn Landverndar að ein tilvísun í tillögunni gaf til kynna að afar mikið magn (2.500 tonn á ári) myndi geta myndast af spilliefnum. Þetta var galli á tillögunni sem hefur nú verið lagfærður. Umrædd 2.500 tonn á ári fyrir úrgang voru einnig ákvörðuð út frá sérstökum tilfellum sem gætu komið upp ef að erfitt yrði að selja aukaafurðir. Greinin er einkum hugsuð til að skylda rekstraraðila til að leysa slík vandamál komi þau upp, sem ekki er talið líklegt.

Meðferð málsins, einkum á síðustu stigum, tók verulegt mið af innleiðingu Íslands á tilskipun 2010/75/ESB sem gerð var með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar á meðal voru kröfur um rykinnihald í útblæstri frá ofnum sem fram koma í skilgreiningu á bestu aðgengilegu tækni (einnig nefnt BAT-niðurstöður).  Mörk eiga að gilda við venjulegar rekstraraðstæður en ekki liggur fyrir hvernig skilgreina skal venjulegar rekstraraðstæður. Þegar starfsleyfistillagan var auglýst var gert ráð fyrir að skilgreina mætti 20% af rekstrartíma utan venjulegra aðstæðna, en það mat var endurskoðað við útgáfu. Ákveðið var að miða við 5% af rekstrartíma. Umhverfisstofnun hefur skoðað hvernig umhverfisyfirvöld í Noregi og annars staðar í Evrópu bregðast við tilskipuninni en ekki þarf að fylgja þessum reglum eftir af fullum þunga fyrr en eftir 30. júní 2020 en þá lýkur aðlögunartíma.

Ítarlega er fjallað um meðhöndlun málsins í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu (Fylgiskjal 4) í sjálfu starfsleyfinu). Þar er ítarlegar fjallað um þau atriði sem nefnd eru hér að framan og nokkur fleiri sem skoðuð voru í ferlinu.

Starfsleyfið öðlast þegar gildi og gildir til 8. nóvember 2033. Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl

 

Nýtt orgel vígt í Hálskirkju

0
Dagný Pétursdóttir organisti leikur á nýja orgelið

Í dag fór fram orgelvígsla í Hálskirkju í Fnjóskadal og svo var kirkjugestum boðið í messukaffi á eftir í Skógum. Mæting var fín og stemmning góð á fögrum froststilludegi.

Sr. Bolli Pétur Bollason flutti meðfylgjandi hugvekju við stundina sem ber yfirskriftina forvitni.

Forvitni

Það sætir tíðindum þegar fólk verður 100 ára. Um daginn var viðtal í Akureyri Vikublað við hana Jóhönnu Jónasdóttur á Skagaströnd sem náði þeim áfanga og aldri. Margt merkilegt kom fram í máli hennar, fyrir það fyrsta naut hún þess heiðurs í lífinu að vera tengdadóttir skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi og bjó með manni sínum Angantý Jónssyni hjá tengdaforeldrum um skeið.

Sagði hún tengdamóður sína hafa verið sískrifandi sem fór reyndar í taugarnar á manni hennar er vildi fá matinn á tilsettum tíma og fleira í þeim dúr sem var í takt við þann tíðaranda sem þá ríkti.

Jóhanna var að sjálfsögðu spurð um lykilinn að langlífinu og hún minntist á hollan mat í því samhengi t.d. soðna ýsu þó hún hafi ætíð kunnað vel að meta reykt kjöt sem þykir víst ekki hollt.  Hún var andsnúin öllu áfengi en reykti sígarettur um tíma sem hún ætlaði víst aldrei að gera aftur.

Þá var hún innt eftir því hvernig hún liti á dauðann og hvort hún kviði honum. Nei var svarið og svo bætti hún því við af hverju hún ætti að kvíða honum. Ég tek undir með Jóhönnu þarna að því leytinu til að svona stórum spurningum á maður helst að svara með spurningum.

En svo spyr ég sjálfur hvað það sé sem fær mig til að draga fram þetta viðtal hér í Hálskirkju í dag og vitna í hana Jóhönnu sem hefur náð tíræðisaldri.

Jú, hún sagði að það mikilvægasta í lífinu væri forvitni. Dætur hennar vildu þó leiðrétta gömlu konuna og sögðu það fremur fróðleiksfýsn, en mér er sama, fróðleiksfýsn má vera fágaðra orð, en það að vera forvitnilegur er t.d. að vera fýsilegur að kynnast.

Ég er að mörgu leyti sammála Jóhönnu þarna og hún fékk mig til að hugsa. Er ég nægilega forvitinn, ert þú nægilega forvitinn? Erum við t.a.m. nægilega dugleg að spyrja.

Ég nefndi það við fermingarhópinn um daginn í fermingarfræðslunni að lykillinn að svo mörgu í lífinu væri að spyrja spurninga og afla sér upplýsinga og vinna úr þeim þannig að það komi okkur að gagni, náunga okkar og umhverfi.

Það er svo oft þannig að ef fólk nennir ekki að afla sér upplýsinga eða spyrja spurninga og beina þeim spurningum á rétta staði að þá fer það að geta í eyður, túlka veruleikann út frá sínum fyrirframgefnu skilgreiningum án þess að hafa í raun kynnt sér málin hvernig þeim er háttað í raun og veru.

Ég verð m.a. var við þetta hvað kirkjustofnuna snertir, að þau sem vilja ekki vera hluti af því samfélagi, vilja standa utan við það, hafa oftar en ekki mjög sterkar skoðanir á því og þar verður maður sjaldnast var við einhverjar spurningar heldur einkum staðhæfingar sem eiga sér jafnvel enga stoð, vegna þess að þær eru byggðar á fyrirframgefnum skilgreiningum og túlkunum en síður, eðli málsins samkvæmt, beinni reynslu af fyrrnefndu samfélagi.

Og þetta á við um svo mörg önnur svið tilverunnar og þrátt fyrir að við lifum á tímum þar sem er orðið mun einfaldara að sækja sér upplýsingar og svör við hinum og þessum spurningum, þú skrifar t.d. bara Guðrún frá Lundi í reit á Google og færð allar upplýsingar um feril hennar, þá virðist það ekki skipta öllu máli, túlkanir halda áfram og verða jafnmismunandi eins og við erum mörg og veruleikinn heldur áfram að vera flókinn.

Túlkanir eru meira að segja orðnar háværari í dag því samskipti fara í ríkara mæli fram í texta á netinu m.a. í gegnum samfélagsmiðla.

Úr Hálskirkju

Það sem skrifað er kallar meira á túlkunarþörf heldur en þegar fólk hittist og talast við augliti til auglitis. Það er allt önnur upplifun að lesa texta á miðli eins og við vitum, heldur en að heyra manneskju fara með hann í samtali með áherslum og svipbrigðum. Þess vegna geta orðaskipti á netinu valdið meiri usla sem þau annars myndu ekki gera augliti til auglitis, þar er minni hætta á mistúlkun.

Þess vegna tek ég undir mikilvægi forvitninnar því hún krefst spurninga og löngunar til að afla upplýsinga sem auðvelda túlkanir á lífi og tilveru til muna. Svo er það stóra spurningin hvort þið túlkið þetta svona eins og ég?

Ég velti þessu auk þess fyrir mér út frá guðspjallinu í dag. Fátæk ekkja kemur inn í helgidóminn í Jerúsalem og leggur til samfélagsins tvo smápeninga á meðan auðmenn leggja til sand af seðlum.

Einhver hefði getað túlkað það sem svo að hún væri nirfill en auðmennirnir ótrúlega rausnarlegir og gjafmildir. En Jesús hafði fyrir því að kalla til lærisveina sína til þess að benda þeim sérstaklega á það að framlag ekkjunnar var í raun mun veglegra heldur en auðmannanna þar sem hún gaf af skorti sínum en þeir af allsnægtum sínum.

Dæmi um túlkun sem sett var fram af djúpri lífsvisku og næmi fyrir aðstæðum  vegna þess að Jesús gaf sér tíma til að ræða við þau sem voru að basla í samfélaginu, voru á jaðrinum, voru jafnvel útilokuð frá samfélaginu vegna stöðu sinnar, og þegar rætt er við fólk og það spurt um kjör þess hreint og beint verður túlkunin sanngjörn og réttlát og það er víst nokkuð sem við erum alltaf að kalla eftir leynt og ljóst, sanngirni og réttlæti.

Ég sé gjarna mikið dýrmæti í kirkjusamfélaginu því þar kemur fólk saman með mismunandi reynslu af lífinu, úr mismunandi jarðvegi, mismunandi fjölskyldum, í mismunandi stöðu, með mismunandi kjör, mismunandi túlkanir og viðhorf og horfist í augu undir þeim boðskap að það skiptir allt jafnmiklu máli, í augum Guðs er það allt jafndýrmætt og mikilvægt. Fátæka ekkjan er sannarlega langt frá því að vera eitthvað síðri eða minni en auðmaðurinn. Í samkeppnisandrúmslofti veraldarinnar veitir hið hógværa og kyrrláta kirkjusamfélag skjól og hvíld í þessu samhengi.

Þrátt fyrir að sumir séu að slá í gegn, séu að sigra heiminn, þá kallar hinn himneski boðskapur okkur niður á jörðina og bendir okkur á það að við erum bara manneskjur þegar öllu er á botninn hvolft, öll með okkar styrleika og veikleika og við erum hér til að rækta jörðina saman og hjálpa hvert öðru að vera til og trúa á hið góða í náunganum, trúa því að allt fari vel að lokum.

Jesús sagði þetta:

„Trúið á Guð.  Sannlega segi ég ykkur: Hver sem segir við fjall þetta:  Lyft þér upp og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu heldur trúir að svo fari sem hann mælir, þá gerist það.”

Og þetta er alltaf að gerast og gerist ekki síst með samtakamætti samfélagsins, þess samfélags sem er einhuga, sem hefur sama kærleika, einn hug, eina sál.

Kirkjusamfélagið minnir áþreifanlega á þetta, það kemur saman til að þakka og biðja, til að lofa Guð, sem merkir að þakka Guði, t.d. með lúðurhljómum, með hörpu og gígju og eins og gert er í dag með nýju hljóðfæri hér í Hálskirkju er styður við samsönginn og lofsönginn.

Þetta hljóðfæri er kannski ekki eins og Dómkirkjuorgel, en gerir í grunninn sama gagn, leggur áherslu á lofgjörðina, það er að lyfta upp boðskapnum um Jesú Krist sem lægði sjálfan sig á krossi en reis síðan upp svo hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilfít líf.  Það er kjarni málsins.

Og þó svo að vægi trúar, kærleika og vonar sé gríðarlegt í tilvistinni, lífsgildi sem líma í raun tilveruna saman, finnst mér alls ekki fjarri lagi að minna sömuleiðis á forvitnina eins og hún Jóhanna gerir í forvitnilegu viðtali. Þar höfum við konu sem er ekki fædd í gær.

Forvitni dregur til sín þekkingu og frekari upplýsingar, þekking afhjúpar fordóma, þekking bætir samskipti okkar hvort sem er við sjálfan Guð eða náunga okkar, forvitni býr til spurningar sem skapa innsæi, auðga trúna, vonina og kærleikann.

Megi svo verða í samfélaginu okkar hér í Laufásprestakalli sem í því samfélagi er við köllum veröld, Guð gefi að okkur lánist öllum að túlka veruleika okkar í jákvæða átt, að við komum t.a.m. auga á það þegar ákvarðanir eru teknar af heilum hug, af einlægri trú eins og birtist í gjöf ekkjunnar forðum því reyndin er sú að hún opinberar ljóslega fyrir okkar þegar aðrar hvatir liggja að baki.

Jesús sagði:

„Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum.”  Amen.

Guðspjall dagsins:  Eyrir ekkjunnar. Markús 12: 41-44

Skógar í Fnjóskadal

Smalað með dróna – Myndband

0
Dróninn að klára verkið. Skjáskot úr myndbandinu

Drónar eru til margra hluta nytsamlegir og geta t.d. sauðfjárbændur nýtt sér þá til að spara sér sporin. Ólafur Ólafsson bóndi á Bjarnastöðum í Bárðardal birti í gær myndband frá því þegar hann sendi drónann sinn út á tún til þess að smala saman ánum og reka þær inn í fjárhús fyrir nóttina.

Dróninn sem Ólafur á er af smærri gerðinni og heitir Mavic pro, með 25-30 mín flugþol og 7 km. drægni. Ólafur keypti hann í haust og notaði hann töluvert í göngum og sagði í spjalli við 641.is í morgun, að dróninn hefði sparið sér mörg sporin.

Á meðfylgjandi myndbandi sést vel hvernig gekk að smala ánum heim.

 

Seldu 130 skrokka á tveim dögum

0
Jónas Þór Viðarsson glaðbeittur í Matarskemmunni á Laugum

Hjónin Jónas Þór Viðarsson og Salbjörg Mattíasdóttir sauðfjárbændur í Árdal í Kelduhverfi, stóðu frammi fyrir mjög mikilli afurðaverðslækkun á lambakjöti eins og aðrir sauðfjárbændur í landinu nú í haust. En Jónas Þór og Salbjörg dóu ekki ráðalaus. Þau ákváðu að vinna allt kjötið sjálf og taka sölumálin í sínar eigin hendur og tókst þeim að selja alla sína lambakjötsframleiðslu á aðeins tveim dögum, alls 130 skrokka.

Jónas Þór sagði í spjalli við 641.is nú í kvöld að öllum lömbunum hefði verið slátrað hjá Norðlenska á Húsavík eins og áður, en þetta árið hefðu þau tekið alla skrokkana heim og unnið þá og pakkað til sölu í Matarskemmunni á Laugum í Reykjadal. Þrátt fyrir að vinnslan á Laugum sé í um 90 kílómetra fjarlægð frá Árdal reiknaðist Jónasi það til að þau hefðu fengið meira en 100% hærra verð fyrir hvert kíló af dilkakjötinu miðað við verðskrá Norðlenska, að frádregnum öllum tilkostnaði. Árdalur.is

Í myndbandi, sem birt var nú í kvöld á facebooksíðu Árdals, útskýrir Jónas Þór það nánar.

 

Tryggvi Snær valinn í A-landsliðið fyrir leiki gegn Tékkum og Búlgörum

0
Tryggvi Snær Hlinason
Craig Pedersen þjálfari og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson hafa valið þá 12 leikmenn sem skipa landsliðshópinn fyrir landsliðsgluggann í nóvember. Liðið mun halda til Tékklands mánudaginn 20. nóvember til æfingar og dvalar fram að leik gegn heimamönnum á föstudeginum 24. nóvember. Frá þessu segir á kki.is
Útileikurinn verður sýndur beint á RÚV 2. Liðið ferðast svo heim daginn eftir og mun mæta til leiks á mánudaginn 27. nóvember í Höllinni og leika gegn Búlgaríu. Auk Tékklands og Búlgaríu leika Finnar með okkur í riðli og koma þeir til Íslands í næsta glugga í seinnihluta febrúar 2018.
Landsliðshópur karla · Nóvember 2017
Nafn Lið F. ár Hæð Landsleikir
Brynjar Þór Björnsson KR 1988 192 67
Haukur Helgi Pálsson Briem Cholet Basket (FRA) 1992 198 61
Hlynur Bæringsson Stjarnan 1982 200 116
Jakob Örn Sigurðarson Boras Basket (SWE) 1982 190 85
Kári Jónsson Haukar 1997 192 5
Kristófer Acox KR 1993 198 30
Logi Gunnarsson Njarðvík 1981 192 143
Martin Hermannsson Charleville (FRA) 1994 194 56
Ólafur Ólafsson Grindavík 1990 194 20
Pavel Ermolinskij KR 1987 202 67
Sigtryggur Arnar Björnsson Tindastóll 1993 180 5
Tryggvi Snær Hlinason Valencia (ESP) 1997 215 24

Sjá nánar á kki.is

 

Orgelvígsla í Hálskirkju 12. nóvember

0
Hálskirkja

Við guðsþjónustu í Hálskirkju í Fnjóskadal 12. nóvember næstkomandi kl. 14.00 verður nýtt orgel kirkjunnar vígt. Það leysir eldra orgel af hólmi sem hafði þjónað Hálssókn vel um árabil en hljóðnaði skyndilega í miðri fermingarmessu fyrir um tveimur árum síðan.

Á hið nýja hljóðfæri mun Dagný Pétursdóttir organisti sóknarinnar leika og stýrir um leið söng kirkjukórsins við hátíðlega athöfn.

Að lokinni guðsþjónustu og orgelvígslu verður viðstöddum boðið í veglegt messukaffi í Skógum.

Verið öll hjartanlega velkomin!

 

 
 

VINSÆLAST Á 641.IS

VEGASJÁ

FÆRÐ