Fréttir frá frjálsíþróttaráði HSÞ

0
136

Níu keppendur frá HSÞ fóru á Bogamót UFA í lok apríl. Alls náðust 16 verðlauna sæti á þessu móti hjá okkar keppendum og þar af nældi Katrín Rúnarsdóttir sér í sex verðlaun á því móti. Frá þessu og fleiri viðburðum segir á vef Frjálsíþróttaráðs HSÞ

Sumarleikar frjálsíþróttaráðs fóru fram á Laugavelli 20. og 21. júni og voru alls skráðir keppendur 119. Auk HSÞ komu keppendur frá nágrannafélögum okkar UFA, UMSE, UÍA, UMSS og USAH. Keppendur HSÞ voru alls 27 á þessu móti og stóðu sig með prýði.

Íslandsmeistaramót 11-14 ára fór fram á Selfossvelli dagana 27. og 28 júni. Þangað fóru 8 keppendur frá HSÞ. Óvenju fáir keppendur voru í heild á þessu móti eða rétt rúmlega 200 frá 16 félögum af öllu landinu. Þó nokkur vindur var á fyrri keppnisdegi og vindur og rigning á þeim síðari. En okkar keppendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig alls náðu keppendur sér í 4 verðlaunapeninga.

Í vor þurfti að fresta Frjálsíþróttaskóla UMFÍ vegna veðurs en hann átti að vera 8-12 júni. Nú verður frjálsíþróttaskólinn haldinn 20.-24. júlí og er hægt að skrá sig og fá frekari upplýsingar með því að senda póst á huldae@mi.is.

www.frjalsar.hsth.is