Fréttir af starfsemi UMF Bjarma

0
147

Leikjanámskeið hófst í vikunni og verður á mánudagskvöldum kl. 20:00 – 21:00 á Bjarmavelli og fótbolti er spilaður á Sunnudags- og Fimmtudagskvöldum fyrir 12 ára og eldri kl. 20:30. Þá stefnum við á að hjóla saman 16. júlí (lagt af stað frá Sólvangi kl. 20:00) og 20. ágúst (lagt af stað frá Mörk kl. 20:00). Þann 20. ágúst verður líka Bjarmahátíðin okkar kl. 21:00, leikir, lautarferð, söngur, dans o.fl.

bjarmi_logo

Á Bjarmavelli er góð aðstaða fyrir ættarmót, afmæli og fleiri fjölskylduskemmtanir. Rafmagn er á staðnum, aðgangur að wc og sturtum. Stutt er í sundlaugar á Illugastöðum og Hótel Eddu Stórutjörnum. Einhverjar helgar eru lausar til leigu í sumar. Formaður Bjarma er Birna Davíðsdóttir sem gefur nánari upplýsingar í síma 4661147 / 8483547

Meðfylgjandi myndir tók Birna Davíðsdóttir og eru þær frá vinnukvöldi sem var á Bjarmavelli 20 júní.  Þar hittust nokkrir Bjarmafélagar og tóku til og þrifu, settu plötur á pallinn góða og fengu sér svo að sjálfsögðu kaffi og ástarpunga á eftir. [scroll-popup-html id=”12″]

bjarmijun13 027 (640x427)

bjarmijun13 020

bjarmijun13 022 (640x427)