Fréttatilkynning frá Wildlife Iceland

0
113

Í vor hafa 5 aðilar undir merkinu Wildlife Iceland boðið blaðamönnum frá 4 löndum í upplifunarferðir þar sem kynntir eru möguleikar á Norðausturlandi til dýralífs- og náttúruskoðunar.  Aðilarnir sem að Wildlife Iceland standa eru Gentle Giants, Fuglasafn Sigurgeirs, Gistiheimilið að Björgum, Fjallasýn og Hótel Rauðaskriða.

Wildlife Iceland

Markaðssetning hefur fyrst og fremst verið í Evrópu.  Í fyrra kom 1 blaðamaður frá Birdwatch Magazine í Bretlandi og í ár komu blaðamenn frá Birdwatching Magazine í Bretlandi, sem er stærsta almenna fuglaskoðunartímarit þar, og blaðamenn frá BirdLife International í Svíþjóð, Danmörku og Sviss.  Ennfremur kom, á vegum Wildlife Iceland, blaðamaður frá BBC Wildlife Magazine.

Tilgangur ferðanna er að upplifa það sem Norðausturland hefur upp á að bjóða og skrifa greinar í viðkomandi tímarit.  Alls eru áskrifendur þessara tímarita tæplega 200.000 og gera má ráð fyrir að lesendur séu  um hálf milljón manns.  Leiðsögumenn í ferðum Wildlife Iceland hafa verið Gaukur Hjartarson og Jóhann Óli Hilmarsson en einnig hafa tekið þátt í þessum blaðamannaferðum Dr Marianne H Rasmussen, sem kynnt hefur rannsóknir á hvölum við Skjálfanda, Dr Olafur K Nielsen, sem kynnt hefur rannsóknir sínar á fálkum og rjúpum og Einar Gíslason forstöðumaður Hvalasafnsins.

Straumönd. Mynd:

Wildlife Iceland hefur einnig sett í loftið vefsíðu til frekari kynningar og er slóðin www.wildlifeiceland.is.  Markaðsvinnan hefur farið fram með stuðningi Icelandair, Flugfélags Íslands, Europecar, Ferðaþjónustu bænda og einnig Nýsköpunarsjóðs/Landsbankans (Ísland allt árið), Vaxtarsamningi Norðausturlands og Fuglaverndar og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.

Wildlife Iceland mun áfram standa að upplifunarferðum blaðamanna næstu ár og taka þátt í ferðaráðstefnum og sýningum til kynningar á verkefninu, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. [scroll-popup-html id=”12″]