Fréttatilkynning frá Velferðarsjóði Þingeyinga

0
193

Við verðum sífellt að annast og viðhalda sjóðnum, þessu barni okkar, samfélaginu í heild til heilla og þá sérstaklega þeim sem minna mega sín. Það fer um milljón út á hverju ári úr sjóðnum og því ljóst að hann þarf sífellt að halda sér við svo að hann geti sinnt hlutverki sínu sómasamlega.  Sjóðurinn hefur engar aðrar tekjur en þær sem velunnarar sjóðsins ljá honum og því þarf að halda á spöðunum. Allt starf við sjóðinn er unnið í sjálfboðavinnu og kauplaust. Allt fé sem inn kemur rennur til samfélags okkar því til heilla.

velferðarsjóður Þingeyinga

Þeir sem vilja leggja þessu góða máli, sjóðnum lið, geta lagt inn á bankareikning sjóðsins í Sparisjóði S-Þing: 1110-05-402610 og kennitalan er 600410-0670

Aðstandendur sjóðsins þakka af alhug öllum þeim fyrirtækjum, einstaklingum félögum og stofnunum sem hafa lagt sjóðnum lið á undanförnum árum.  Án ykkar aðstoðar gengi þetta ekki. Hafið þökk fyrir hlýhug í garð sjóðsins í gegnum tíðina.

 

Stjórn sjóðsins skipa Örnólfur J. Ólafsson sóknarprestur á Skútustöðum, Sara Hólm frá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga og Hulda Aðalbjarnardóttir fjármálastjóri Framsýnar.

Í úthlutunarnefnd sjóðsins eru: Dögg Káradóttir félagsmálastjóri Norðurþings, Auður Gunnarsdóttir Rauðakrossdeild Húsvíkur og sr.Sighvatur Karlsson sóknarprestur á Húsavík.

Megið þið öll eiga gleðilega aðventu og jól.

Fyrir hönd Velferðasjóðs Þingeyinga sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson á Skútustöðum í Mývatnssveit.