Fréttatilkynning frá Markaðsstofu Norðurlands

0
62

Í framhaldi af ánægjulegum bókunum erlendra ferðamanna til Norðurlands í vetur hefur Markaðsstofa Norðurlands ákveðið að boða til súpufunda um ferðamál á Norðurlandi í næstu viku. Fundirnir verða haldnir á þremur stöðum. Fyrsti fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Bergi á Dalvík mánudaginn 15 október fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Annar fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Pottinum á Blönduósi þriðjudaginn 16 október fyrir Skagafjörð og Húnavatnssýslur. Þriðji fundurinn verður haldinn í Skúlagarði í Kelduhverfi miðvikudaginn 17 október fyrir Þingeyjasýslurnar.

Kópasker/Núpasveit.

ALLIR FUNDIRNIR HEFJAST kl: 17:00 og við stefnum á að ljúka fundunum um kl: 20:00. Markaðsstofa Norðurlands mun bjóða upp á súpu og brauð á fundinum. Fundarstjóri verður Áskell Heiðar Ásgeirsson Landfræðingur.

Tilgangur fundanna er að kynna starfsemi Markaðsstofunnar á árinu, þ.á.m. vinnu okkar við samfélagsmiðlanna, heimasíðuna, www.nordurland.is , Ísland er meðetta, flugklasann Air66N, veturinn framundan auk ýmissa annarra mála sem unnið hefur verið við á árinu s.s, blaðamannaferðir, boðsferðir fyrir ferðaheildsala, kynningar og sýningar innanlands og erlendis.

Að lokinni kynningu viljum við kalla eftir umræðum um þessi mál en ekki síður áherslum og ábendingum vegna stefnumótunar fyrir næsta ár og verkefni sem æskilegt er að leggja áherslu á á komandi vetri og á næsta ári.

Það eru ALLIR velkomnir á fundina, við hvetjum sveitarstjórnafólk sérstaklega til að mæta til að taka þátt í umræðum.

Skráning á fundina er hjá Maríu Axfjörð ( maria@nordurland.is )

Starfsfólk Markaðsstofu Norðurlands.