Fréttabréf Skútustaðahrepps

0
209

Nýtt fréttabréf Skútustaðahrepps er komið út. Í því segir Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri Skútustaðahrepps frá því helsta sem er á döfinni. Lesa má fréttabréfið í heild hér fyrir neðan.

Jón Óskar Pétursson
Jón Óskar Pétursson

 

Ágætu Mývetningar. Nýtt ár hefur gengið í garð og eru íbúumfærðarbestu óskir um gæfu og gleði á nýju ári. Veðurfar hefur verið einkar hagfellt í upphafi árs. Margir dagar með fallegum froststillum hafa glatt augað og andann í okkar fallegu sveit undanfarið sem leiðir hugan að þeim mörgu forréttindum sem við,þrátt fyrir allt,íbúum við þegar fréttir berast að víðsjám víða um heim.Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar heldur íbúm Skútustaðahrepps áfram að fjölgamilli ára sem verður að teljast afar jákvætt.Hér gefur að líta 4. tbl. Fréttabréfs Skútustaðahrepps sem er liður í að auka upplýsingaflæði til íbúa um þau málefni sem unnið er að á vettvangi sveitarfélagsins. Þá er einnig minnt á heimasíðuna www.myv.is auk þess sem ekki er ónýtt að smella like á Facebook síðuna okkar.

 

Íþróttamiðstöð

Breytingar hafa orðið á rekstri íþróttamiðstöðvar í ljósi mikillarviðhaldsþarfar sundlaugarinnar m.a vegna mikils leka úr sundlaugarkarinu auk þess sem búnaður var kominn á endurnýjunartíma. Að mati sveitarstjórnar var ekki talið verjandi að ráðast í kostnaðarsamar endurbætur á þessum tímapunkti. Í þessu ferli leitaði sveitarstjórn álits verkfræðistofu vegna framkvæmda við sundlaug, auk þess sem KPMG lagði mat á fjárhagslegar hliðar þessara aðgerða. Niðurstaðan var að loka tæma sundlaugina og loka þeim hluta íþróttamiðstöðvarinnar að sinni. Lögð er áhersla á að hér er ekki um óafturkræfa aðgerð að ræða og ekkert þvítil fyrirstöðu að ráðast í endurbætur á sundlaug síðar ef forsendur breytast.

Fjárhagsáætlun 2016-2019

Sveitarstjórn afgreiddi fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019 líkt og lög gera ráð fyrir á fundi þann 15. desember 2015. Markmið fjárhagsáætlunar eru að veita íbúum góða þjónustu, jafnvægi í rekstri ásamt því að halda áfram uppbyggingu í þágu samfélagisns. Helstu framkvæmdir sem ráðist verður í á árinu er bygging Gámavallar, framkvæmdir vegna flutnings leikskólans Yls í húsnæði Reykjahlíðarskóla, kaup á nýrri slökkvibifreið auk smærri atriða sem tengjast endurnýjun á búnaði. Þá verður auknu fé varið til reksturs leikskóla til þess að mæta þeirri ánægjulegu auknu eftirspurn sem er eftir leikskólaplássi í sveitarfélaginu. Einnig er auknu fé varið til þess að styðja við starfsemi eldri Mývetninga og er unnið að því að koma á akstursþjónustu í tengslum við félagsstarf eldri Mývetninga. Eitt afstóru verkefnum fjárhagaáætlunar var að ná jafnvægi í rekstri eftir umtalsverðann hallarekstur á árinu 2014. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarstjórnum að sjá til þess að rekstur sé hallalaus á hverju samanlögðu þriggja ára tímabili. Rekstarumhverfi sveitarfélaga hefur þyngst mjög á undaförnum árum m.a vegna kostnaðarsamra kjarasamninga. Ljóst var að grípa þurfti til aðgerða til þess að ná þessu markmiði. Ein af þeim leiðum sem var ákveðið að fara í og í ljósi bágs ástands sundlaugarinnar varað loka sundlauginni í Reykjahlíð. Nánari upplýsingar um fjárhagsáætlun 2016-2019 eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagins.

Snjómokstursreglur

Í janúar samþykkti sveitarstjórn snjómokstursreglur í Skútustaðahreppi. Markmið reglanna er að íbúar fái upplýsingar um þær reglur sem unnið er eftir og sameiginlegur skilningur á verklagi náist. Þess er vænst að þetta mælist vel fyrir. Snjómoksturreglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Sorpmál

Í desember var haldinn kynningarfundur um breytt fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Þá hefur kynningarbæklingi verið dreift á öll heimilií sveitarfélaginuauk þess sem hann er aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins. Eins og fram hefur komið mun flokkun heimilissorps hefjast nú á vormánuðum.Við hvert heimili verða þrjár tunnur, ein fyrir almennt sorp, ein fyrir pappír og ein fyrir plast. Verður það kynnt nánar þegar nær dregur. Þessa dagana er unnið að því að finna heppilegastaðsetningu fyrir Gámavöll sem fyrirhugað er að byggður verði í sumar. Þess er vænst að íbúar taki virkan þátt í þessari miklu umbreytingu sem er að eiga sér staðí sorpmálum í sveitarfélaginu. Þá er rétt að benda á að um árabil hefur Reykjahlíðarskóli farið undan með góðu fordæmi og flokkað allan úrgang með góðum árangri sem hluta af grænfánaverkefni skólans, þannig að flokkun sorps er sannarlega ekki ný af nálinni hér í sveitinni.

Breytingar á leikskóla

Sú ánægjulega þróun hefur átt sér stað að eftirspurn eftir leikskólaplássi hefur aukist verulega í sveitarfélaginu. Til að mæta þessari auknu eftirspurn hefur verið ákveðið að flytja starfsemi leikskólans Yls í húsnæði Reykjahlíðarskóla. Leikskóladeildin verður staðsett í norðurenda þar sem innréttuð verður aðstaða í núverandi smíðastofu auk þess sem færanleg kennslustofa sem nú stendur við húsnæðið við Hlíðarveg verður flutt og tengd Reykjahlíðarskóla með tengibyggingu. Nú þegar hafa elstu árgangar leikskólans flutt sig í Reykjahlíðarskóla. Vert er að þakka starfsfólki og foreldrum þá miklu jákvæðni og þann skilning sem fylgt hafa þessum breytingum. Slíkt er ómetanlegt í þeirri viðleitni að gera gott samfélag enn betra.

Málefni Hofsstaða

Um nokkra hríð hefur sveitarfélagið átt í samskiptum við ríkið varðandi málefni Hofstaða. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að Hofstaðir muni áfram nýtast til atvinnusköpunnar og eflingar mannlífs í Mývatnssveit. Nú hefur fjármála og efnahagsráðuneytið falið ríkiseignum að leita eftir því við sveitarfélagið að það kaupi jörðina á grundvelli 35. gr. jarðalaga. Sveitarstjórn hefur samþykkt að ganga til viðræðna um möguleg kaup án allra skuldbindinga á þessu stigi.

Starfsmannamál

Bjarni Jónasson forstöðumaður IMS hefur sagt starfi sínu lausu. Eru honum þökkuð vel unnin störf á liðnum árum. Ásta Price hefur verið ráðin til að gegna stöðu yfirmanns IMS en hún hefur starfað hjá IMS undanfarin ár. Á leikskólanum Yl hefur Anna Guðmundsdóttir verið ráðin í fullt starf auk þess hafaMarge Neissar og Brynja Ingólfsdóttir verið ráðnar í afleysingar. Þá hefur Brynja Ingólfsdóttir tekið við sem umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara af Arnfríði Jónsdóttur sem gengt hefur starfinu undanfarinár. Arnfríði eru þökkuð vel unnin störf á liðunum árum.

Jón Óskar Pétursson sveitarstjóri Skútustaðahrepps.