Frekar góð tíð fram að jólum

0
81

Veðurklúbburinn á Dalbæ á Dalvík hefur sent frá sér veðurspá fyrir október. “Gert er ráð fyrir að mánuðrinn verði frekar hlýr þó komið geti ein og ein rumba í mánuðinum. Ástæða fyrir þessari spá er m.a. að októbertungl kviknar 5. þessa mánaðar kl. 00:35 í há norðri. Liðna mánuði hefur vindur oftar ekki staðið í þá átt sem tungl kviknar í í mánuðinum. Einnig styður skýjafar þessar veðurvæntingar.

Í Aðaldalshrauni
Í Aðaldalshrauni

 

Margt annað styður þessa spádóma svo sem draumar og önnur atriði sem ekki verður upplýst frekar um. Ekki er reiknað með mikilli snjókomu í október þannig að til vandræða horfi. Til lengri tíma reikna fundarmenn með frekar góðri tíð fram að jólum, en munu að sjálfsögðu spá nánar fyrir um það þegar nær dregur, “segir í tilkynningu frá veðurklúbbnum.