Framsýn framlengir við Ernir – Flugferðum fjölgað í sumar

0
236

Framsýn og Flugfélagið Ernir hafa gengið frá framlengingu á samningi aðila um sérstök flugfargjöld fyrir félagsmenn Framsýnar. Í samkomulaginu er ákvæði um að félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Þingiðnar geti einnig flogið á þessu frábæra fargjaldi. Samkvæmt samkomulaginu verður verðið óbreytt fram á haust eða kr. 7.500. Með haustinu hækkar síðan flugfargjaldið upp í kr. 9.200. Frá þessu er greint á vef Framsýnar-stéttarfélags.

Aðalsteinn og Ásgeir frá flugfélaginu Ernir. Mynd: Framsýn
Aðalsteinn og Ásgeir frá flugfélaginu Ernir. Mynd: Framsýn

Samningur aðila um  afsláttarkjörin gildir til 1. maí 2015 og verður þá vonandi endurnýjaður. Samkomulag Framsýnar við Flugfélagið Erni tryggir félagsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum áfram ódýr flugfargjöld á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík.

 

 

 

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að fjölga ferðum milli Húsavíkur og Reykjavíkur í sumar sem eru ánægjulegar fréttir, segir einnig á Framsýn.is