Framsóknarflokkurinn fékk fjóra menn. Valgerður kjörin á þing

0
93

Framsóknarmenn fengu fjóra kjördæmakjörna þingmenn í Norðausturkjördæmi, tvöfalt fleiri en nokkurt annað framboð í kjördæminu. Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Laugum náði kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þingeyingar eiga því tvo þingmenn á Alþing næsta kjörtímabil.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

24.226 greiddu atkvæði og var kjörsókn því 83,44%. Þau skiptust sem hér segir:

Björt framtíð fékk 6,3%,
Framsóknarflokkur 33,7%,
Sjálfstæðisflokkur 22,0%,
Hægri grænir 1,2%,
Flokkur heimilanna 1,0%,
Regnboginn 1,3%,
Lýðræðishreyfingin 1,3%,
Samfylkingin 10,3%,
Dögun 1,9%,
Vinstri-græn 15,4%,
Píratar 3,0%.

 

Kjördæmiskjörnir þingmenn Norðausturkjördæmis eru
1) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki,
2) Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki,
3) Höskuldur Þór Þórhallsson, Framsóknarflokki,
4) Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri-grænum,
5) Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki,
6) Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokki,
7) Kristján L. Möller, Samfylkingu,
8) Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokki
9) Bjarkey Gunnarsdóttir, Vinstri-grænum
10)Brynhildur Pétursdóttir, Bjartri framtíð.

(ruv.is)