Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar styrkjum

0
90

Í dag var tilkynnt um úthlutun 278 milljóna króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Þetta er þriðja úthlutun ársins og hefur þá alls rúmum 576 milljónum króna verið úthlutað úr sjóðnum á árinu.

Staðsetning styrkhafa
Staðsetning styrkhafa

Framkvæmdasjóður Ferðamannastaða er fjármagnaður með 3/5 hlutum gistináttagjalds en að auki var sjóðurinn stórefldur með fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar og ákveðið að hann fái árlega 500 milljónir króna aukalega arin 2013-2015 til að hraða úrbótum á fjölsóttum ferðamannastöðum og byggja upp nýja, allt með sérstakri áherslu á vernd umhverfis. Sömu ár renna 250 milljónir árlega úr fjárfestingaáætlun til þjóðgarða og friðlýstra svæða.

„Í ár stefnir í enn eitt metið í íslenskri ferðaþjónustu og því mun álagið á ferðamannastaði í landinu enn aukast. Á okkur hvílir sú skylda að náttúran beri ekki skaða af og með því að stórefla Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er verið að lyfta grettistaki í fjölgun ferðamannastaða og um leið hlúð að náttúru viðkvæmra svæða. Við erum að leggja grunn að því að íslensk náttúra og ferðaþjónusta geti blómstrað hlið við hlið og þetta er lang stærsta átak sem nokkru sinni hefur verið ráðist í af þessu tagi“ segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra“.

Auglýst var eftir umsóknum 2. febrúar 2013 en umsóknarfrestur var til 1. mars. Alls bárust 96 umsóknir og var heildarupphæð styrkumsókna um 445 miljónir króna. Að þessu sinni er úthlutað styrkjum til 75 umsækjenda, samtals að upphæð tæpar 279 miljónir króna. Hæstu styrkir eru 25 og 30 milljónir króna.  Sjá nánar hér

25 milljónir til Raufarhafnar.

Þrjú verkefni fengu yfir 25 milljónir króna úthlutað og eitt af þeim verkefnum er á Norðurlandi og nefnist Raufarhöfn – áfangastaður ferðamanna allt árið.

Styrkir sem komu í hlut Þingeyinga.

Norðurþing: Raufarhöfn – áfangastaður ferðamanna allt árið – 25.000.000 kr.
Langanesbyggð: Skoruvíkurbjarg-Bætt aðgengi að Stóra-Karli – 8.250.000 kr
Þingeyjarsveit: Endurbætur á umhverfi Goðafoss – 5.000.000 kr.
Fræðafélag um forystufé: Upplýsingapallur í Þistilfirði – 1.400.000 kr.
Umhverfisstofnun og Landgræðsla ríkisins: Dimmuborgir, Lagfæring stígs að Hallarflöt – 1.200.000 kr.
Umhverfisstofnun og Landgræðsla ríkisins: Dimmuborgir, snjóbræðslukerfi í göngustíga – 1.000.000 kr.
Útgerðarminjasafnið á Grenivík: Hönnun umhverfis Útgerðarminjasafnsins á Grenivík – 300.000 kr.