Framhaldskólinn á Laugum er hástökkvari ársins í könnun SFR

0
201
SFR stéttarfélag hefur nú kynnt niðurstöður úr könnuninni um Stofnun ársins ellefta árið í röð en könnunin sem er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Fjármála – og efnahagsáðuneytið. Framhaldsskólinn á Laugum vann titilinn Hástökkvari ársins 2016 í könnuninni en skólinn var sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára eða um 65 sæti.
Laugar sumardfyrst2016-web640

Stofnanir ársins 2016 eru þrjár, ein úr hverjum stærðarflokki. Ríkisskattstjóri er Stofnun ársins annað árið í röð, í flokki stórra stofnana sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Menntaskólinn á Tröllaskaga er Stofnun ársins einnig annað ári í röð, í flokki meðalstórra stofnana þar sem starfsmenn eru 20-49 talsins. Héraðsdómur Suðurlands er Stofnun ársins þriðja árið í röð í flokki minni stofnana þar sem starfsmenn eru færri en 20.

 

Val á Stofnun ársins er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum sem starfa hjá 142 stofnunum.

Lesa má nánar um niðurstöður könnunarinnar á vef SFR