Framboðsfundir Sveitunga og Samstöðu

0
72

Undanfarna daga hafa Samstaða og Sveitungar haldið framboðsfundi víðsvegar um Þingeyjarsveit vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram á morgun. Tíðindamaður 641.is leit við á fundi hjá Sveitungum í fyrrakvöld í Ljósvetningabúð og hjá Samstöðu á fundi í Kiðagili í gærkvöld. Skólamál og sorpmál voru fyrirferðamest á fundunum, en mjög margt annað bar á góma á fundunum eins og möguleg ljósleiðaravæðing í sveitarfélaginu og vegamál í Bárðardal, svo að eitthvað sé nefnt. Í skólamálum hafa framboðin ólíka stefnu eins og fram hefur komið, en í flestum öðrum málum eru áherslurnar svipaðar.

Frá fundi A-lista Samstöðu í Kiðagili í gærkvöld.
Frá fundi A-lista Samstöðu í Kiðagili í gærkvöld.
Frá fundi Sveitunga í Ljósvetningabúð í fyrrakvöld
Frá fundi T-lista Sveitunga í Ljósvetningabúð í fyrrakvöld.

Hér efst til hægri á vefnum er í gangi skoðannakönnun um fylgi listanna í Þingeyjarsveit. Nú fer hver að verða síðastur til að taka þátt í henni þar sem hún lokar á miðnætti í kvöld.