Framboð í burðarliðnum ? – Áhugahópur boðar til fundar

0
90

Hópur einstaklinga sem áhuga hafa á að efla og styrkja Þingeyjarsveit í sátt við íbúana boðar til fundar í Dalakofanum á Laugum fimmtudaginn 1. maí nk. og hefst fundurinn kl. 20.30. Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að kynna sér hugmyndirnar og mæta á umræðufund um framgang þeirra og mögulegt framboð til sveitarstjórnar.

IMG_3845
Goðafoss

 

Umræddur hópur hefur lagt fram umræðugrundvöll um hvernig slíkt megi reyna, en í honum er ma. fjallað um rekstur sveitarfélagsins, sátt  og samheldni íbúanna og mikilvægi þess að hafa fjölbreytt atvinnulíf.

 

Í umræðgrundvellinum varðandi skólamál stendur eftirfarandi: 

Stefnt skal að skólastarfi með svipuðu sniði og nú er komandi skólaár, en um leið skal unnið að undirbúningi að sameiningu allra skólastofnana Þingeyjarsveitar  undir einni yfirstjórn. Með því að koma öllu skólastarfi sveitarfélagsins í eina stofnun og skapa þannig sameiginlegan vinnustað er unnt að nýta mannafla betur og sérfræðiþjónustu sem keypt er utan sveitarfélags mætti e.t.v. leysa innan stofnunar. Síðan skal unnið að því í samstarfi við starfsfólk skólanna að hagræða í starfinu með því að sameina kennslu elstu nemendanna (7.-10. bekkja ). Margt mælir með að sú kennsla fari fram á Laugum þar sem tenging grunnskólastigs og framhaldsskólastigs er þegar virk og mun þá betur geta nýst öllum 10. bekkjar nemun Þingeyjasveitar. Þá opnast einnig tækifæri til skólaaksturs framhaldsskólanemenda í Laugar. Að mörgu öðru þarf þó að hyggja varðandi staðsetningu kennslunnar svo sem húsnæðisaðstöðu, nemendafjölda á hverju svæði og akstursvegalengdum. Áfram verði leikskóladeildir og yngstu bekkir grunnskóla á þremur starfstöðvum, tenging leik- og grunnskólastigs þannig efld enn frekar.

Hér er hægt að lesa umræðgrundvöllinn í heild sinni: Til íbúa Þingeyjarsveitar