Fræðsla um viðbrögð við jarðskjálfta

0
77

Í dag var fræðslustund fyrir nemendur og starfsfólk í Stórutjarnaskóla, um viðbrögð, ef stærri jarðskjálftar koma. Nemendur og starfsfólk voru kölluð á ,,sal,, og farið var yfir kennsluefni á glærum frá Almannavörnum. Nemendur meðtóku fræðsluna í rólegheitum, spurðu spurninga og sögðu m.a. frá vasaljósaeign á heimilinu. Það er gott að fara yfir svona öryggisreglur af og til. Fyrir þá sem vilja sjá glærurnar sem farið var yfir í dag, er þær að finna hjá almannavörnum undir kennsluefni.

Ólafur skólastjóri útskýrir glærurnar

 

 

 

 

 

 

 

 

nemendur fylgjast áhugsamir með