Frábærir nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum.

0
137

Nú stendur yfir söfnun Unicef og dagur rauða nefsins er 7. Desember, þá fer fram landssöfnun með beinni útsendingu í sjónvarpi. Unicef styður bágstödd börn víða um heim. Framhaldsskólanemendur um allt land vildu bæta ímynd framhaldsskólanema og ákváðu að taka sig saman og safna fé fyrir Unicef sem þau ætla að afhenda í beinni útsendingu á laugardaginn. Nemendur Framhaldsskólans á Laugum létu ekki sitt eftir liggja og ákváðu að hefja söfnun. Fljótlega kom upp sú hugmynd að vera með áheitasöfnun og þá fór boltinn að rúlla og myndaðist mikil og skemmtileg stemning meðal nemenda, kennara og annars starfsfólks.  Fyrstu vonir voru að þeim tækist að safna 50.000kr. Nemendurnir fundu uppá ýmsu skemmtilegu til að safna fé, s.s. láta krota á sig fyrir 300 kr. , einn bauð öðrum að gefa sér kinnhest fyrir 500 kr., mikill United-aðdáandi sagðist mundi leggja það á sig að ganga í Liverpool treyju heilan skóladag, annar strákur var tilbúinn til að ganga í kjól einn skóladag o.s.f.v.

umræða um áheitasöfnunina

 Þá fóru upphæðirnar að hækka,  tveir strákar sögðust ætla að lita á sér hárið svart ef söfnuðust annars vegar 50.000kr og hins vegar 80.000 og loks ein af stelpunum ætlaði að lita á sér hárið bleikt ef upphæðin færi uppí 100.000kr. Þessi mikli dugnaður og gleði nemenda smitaði kennara og annað starfsfólk sem tók sig til og bakaði muffins, tertur og fleira og seldi í matsalnum sem eftirrétt einn daginn og studdu þar með söfnunina. Endanleg frjárhæð sem Framhaldsskólinn á Laugum mun gefa í söfnun Unicef  er 100.000kr. og ef þeirri upphæð er deilt niður á fjölda nemenda er eins og hver einasti nemandi hafi gefið 800kr.  Þetta eru fyrirmyndar ungmenni í Framhaldsskólanum á Laugum.

tv. Tómas Guðjónsson forseti nemendafélagsins og Bjarni Þór Gíslason sem safnaði fé með því að láta aðra gefa sér kinnhest fyrir 500kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tv. Patrycja María Reimus og Hekla Sólveig Gísladóttir sem safnaði fé og lét krota á sig.

Myndirnar tók: Sóley Hulda Þórhallsdóttir