Frábær sýning í Hafralækjarskóla

0
167

Hafið bláa sem er fjölskyldusöngur var sýnt í Ýdölum föstudagskvöldið 16.nóv. á árshátíð Hafralækjarskóla við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Þar fóru allir nemendur skólans á svið og unnu margir þar leiksigra því sýningin var í alla staði lífleg og skemmtileg enda mjög vel leikin.

Skuggi er fiskur sem hjálpar öðrum fiskum í neyð. Hér syngja Skuggi og fiskarnir. Atli Björn Atlason í hlutverki Skugga. Mynd: Atli Vigfússon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur og starfsfólk skólans fengu mikið lof í lófa, en allir hafa lagt mikið á sig til þess að gera þessa sýningu að veruleika.
Hafið bláa er eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur og Þorvald Bjarna, en Kristlaug hefur samið fleiri verk sem henta vel yngri kynslóðinni.

Ígulkerið lét sér leiðast. Tístran Blær Karlsson í hlutverki sínu.
Mynd: Atli Vigfússon

Tónlistarstjóri var Guðni Bragason og hljómsveitina skipuðu m.a. Helgi Maríus Sigurðsson, Rúnar Berg Árnason, Inga Líf Ingimarsdóttir, Guðrún Gísladóttir og Stefán Óli Hallgrímsson.

Í dag laugardag verður aukasýning kl. 14.00 til styrktar Hjálparsveit skáta í Aðaldal. Allir Þingeyingar hjartanlega velkomnir.

Texti og myndir: Atli Vigfússon.

Skatan var svöng og langaði í litla karfa. Rut Benediktsdóttir í hlutverki skötunnar.
Mynd: Atli Vigfússon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fiskitorfan festist í netinu.
Mynd: Atli Vigfússon