Frábær kór – frábær kórstjóri – frábærir tónleikar

0
141

Mánudaginn 15. apríl kom í Stórutjarnaskóla stór hópur skemmtilegra og góðra gesta. Þetta var Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem verið hafði á söngferðalagi í sveitum Þingeyjarsýslu. Stórutjarnaskóli var þeirra síðasti viðkomustaður áður en haldið var aftur suður yfir heiðar. Þar hélt kórinn tónleika sem voru öllum opnir, jafnt nemendum skólans sem íbúum á svæðinu og allt var það án endurgjalds. Höfðinglegt boð.

Hamrahlíðarkórinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Hamrahlíðarkórinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmst er frá því að segja að tónleikar kórsins voru frábærlega skemmtilegir. Frjálsleg og leikræn framkoma kórs og stjórnanda og jafnframt agaður söngurinn, heilluðu alla viðstadda. Þetta voru því tónleikar eins og þeir gerast bestir og verða vafalaust lengi í minnum hafðir.

Kórstjórinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Kórstjórinn. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Kórmeðlimir. Mynd: Jónas reynir Helgason
Kórmeðlimir. Mynd: Jónas reynir Helgason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir tónleikana bauð Stórutjarnaskóli gestunum upp á kaffi og með því, enda varasamt að leggja svangur upp í langferðir í aðra landshluta. Við færum Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og fylgdarmönnum hans sérstakar þakkir fyrir komuna.

Hægt er að skoða fleiri myndir á vef Stórutjarnaskóla