Frábær árshátíð Stórutjarnaskóla

0
157

Árshátíð Stórutjarnaskóla var haldin föstudagskvöldið 14. mars. Fyrst á svið voru samkvæmt venju yngstu börnin, tveir strákar í skólahópi leikskólans og nemendur 1. og 2. bekkjar. Þau léku leikverk samið af þeim og kennara þeirra Birnu Davíðsdóttur, sem heitir Víkingar og landnámsmenn. Þar komu fram allir okkar helstu kappar eins og Gunnar á Hlíðaenda, Njáll frá Bergþórskvoli, Hrafna Flóki, Naddoddur, Ingólfur, Leifur heppni, Auður djúpúðga, Hallveig, Hallgerður og Ásgerður. Fréttakona tók við þau stutt viðtöl og bauð til þorrablóts.

Víkingar og landnámsmenn á þorrablóti
Víkingar og landnámsmenn á þorrablóti

 

 

 

 

allur hópurinn
allur hópurinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

3. og 4. bekkur ásamt Sigrúnu Jónsdóttur kennara settu á svið gamalt og skemmtilegt verk eftir Stefán Jónsson sem heitir, Það var einu sinni drengur, sem er um strák sem veikist af skrópsýki, en eftir að skólabækurnar, pennastokkurinn og reglustrikan áskækja hann í svefni, vaknar hann og ákveður að drífa sig í skólann og var þar með albata.

þarna liggur stráksi með skrópsýkina, mamma hans vorkennir honum en systir hans ekki alveg að trúa bróður sínum.
þarna liggur stráksi með skrópsýkina, mamma hans vorkennir honum en systir hans ekki alveg að trúa bróður sínum.

 

 

 

 

 

þarna er strákurinn sofandi og dreymir illa.
þarna er strákurinn sofandi og dreymir illa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur 5. og 6. bekkjar tóku fyrir Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur, undir leikstjórn Nönnu Þórhallsdóttur. Flestir þekkja þessa yndislegu uppátækjasömu bræður, fjölskyldu þeirra og vini.  Anna Jóna systir þeirra 14 ára, sem þeir segja vera með unglingaveikina, Soffía ráðskona, amma dreki, pabbi, mamma og fleiri eftirminnilegar persónur.

pabbi, Jón Bjarni, Jón Oddur og kennarinn.
pabbi, Jón Bjarni, Jón Oddur og kennarinn.

 

 

 

 

 

í fermingarveislu Önnu Jónu: Jón Bjarni, Lovísa frænka, mamma, amma dreki, Anna Jóna
í fermingarveislu Önnu Jónu: Soffía ráðskona, Jón Oddur, Jón Bjarni, Lovísa frænka, mamma, amma dreki, Anna Jóna og pabbi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í lokin var svo sýnt frumsamið leikrit, eftir Jónas Reyni Helgason kennara sem einnig leikstýrði, sem heitir Pís. Verkið gerist uppúr 1970. Þar er bóndinn Grímur og hans fjölskylda, Grímur eyðir aurunum sínum ekki neinn óþarfa, helst til vélakaupa, Baukur sparisjóðsstjóri sem ólmu vill lána honum fé, ágengir sölumenn þeir Vélmundur og Siggi, séra Jóhann og fjölskylda sem halda guðsorðinu á lofti. En þá riðjast hífaðir hippar eða kálhausarnir inn í þeirra friðsæla líf, hipparnir elska auðvitað ,,alla,, og vilja bara frið og kærleik.

ást og kærleikur hjá hippunum
ást og kærleikur hjá hippunum

 

 

 

 

 

 

allar persónur í Pís
allar persónur í Pís

 

 

 

 

 

 

 

 

Nemendur allir fluttu skýran og áheyrilegan texta, léku og sungu afar vel, og öll stóðu þau sig frábærlega vel.

Þetta var vel sótt árshátíð, talið er að rúmlega 220 manns hafi komið í matsalinn og þegið þar veitingar. Í lokin er hefð fyrir því að slá upp léttum dansleik, áður en haldið er heim.

myndirnar eru teknar á lokaæfingunni.