Frábær árangur Torfuneshrossa á kynbótabrautinni

0
442

Hross frá Torfunesi hafa verið að standa sig frábærlega á kynbótabrautinni núna í vor. Í Torfunesi hafa verið ræktuð hross frá árinu 1978 og komið margir góðir gæðingar frá búinu í gegnum tíðina en árangurinn í vor er einn sá besti hingað til.

Baldvin Kristinn Baldvinsson í Torfunesi
Baldvin Kristinn Baldvinsson Torfunesi

 

Á nýloknu landsmóti Hestamanna á Hólum í Hjaltadal varð hryssan Stefna frá Torfunesi efst í 4 vetra hópi hryssna á landsmótinu. Eins komst Karl frá Torfunesi í B-úrslit í A-flokki gæðinga og endaði í 13.sæti sem og Taktur frá Torfunesi sem komst í A-úrslit í unglingaflokki og endaði þar í 7.sæti.

Fjölmargir hafa komið að þessum árangri og kann búið þeim bestu þakkir fyrir. Níu hross hafa verið sýnd núna í vor sem fædd eru á búinu og eru það:

 

 

Stefna frá Torfunesi - landsmót 2016
Stefna frá Torfunesi – landsmót 2016

 

Stefna frá Torfunesi IS2012266214 4 vetra alhliðahryssa, en hún hefur hlotið í aðaleinkunn 8,46. Þar af 8,33 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir hæfileika. Stefna er sem stendur hæst dæmda 4.vetra hryssan hér á landi á þessu ári.

Grani frá Torfunesi IS201216620 4 vetra alhliða hestur. Hann hefur hlotið 8,24 í aðaleinkunn. Þar af 8,09 fyrir sköpulag og 8,35 fyrir hæfileika.

Eðall frá Torfunesi IS2010166206 er 6 vetra alhliða hestur, albróðir Elds frá Torfunesi. Eðall hefur hlotið 8,44 í aðaleinkunn. Þar af 7,96 fyrir sköpulag og 8,76 fyrir hæfileika með meðal annars 10 fyrir skeið.

Grani frá Torfunesi - landsmót 2016
Grani frá Torfunesi – landsmót 2016

Mozart frá Torfunesi IS2010166211 er 5 vetra alhliða hestur. Hann hlaut 8,13 í aðaleinkunn. Þar af 8,16 fyrir sköpulag og 8,10 fyrir hæfileika.

Glæsir frá Torfunesi IS20091662213 er 7 vetra klárhestur, hann hefur hlotið 8,0 í aðaleinkunn. Þar af 8,19 fyrir sköpulag og 7,88 fyrir hæfileika.

Gullbrá frá Torfunesi IS2010266211 er 6 vetra klárhryssa, hún hefur hlotið 8,29 í aðaleinkunn. Þar af 8,51 fyrir sköpulag og 8,13 fyrir hæfileika.

Karl frá Torfunesi - landsmót 2016
Karl frá Torfunesi – landsmót 2016

Eldey frá Torfunesi IS2011266206 er 5 vetra alhliðahryssa, hún hefur hlotið 8,23 í aðaleinkunn. Þar af 8,31 fyrir sköpulag og 8,18 fyrir hæfileika.

Vending frá Torfunesi IS2011266201 er 5 vetra alhliða hryssa, hún hefur hlotið 7,89 í aðaleinkunn. Þar af 8,16 fyrir sköpulag og 7,71 fyrir hæfileika.

Dögun frá Torfunesi IS2011266211 er 5 vetra klárhryssa, hún hefur hlotið 7,75 í aðaleikunn. Þar af 8,14 fyrir sköpulag og 7,48 fyrir hæfileika. Smella á myndir til að stækka)

 

Eðall frá Torfunesi - landsmót 2016
Eðall frá Torfunesi – landsmót 2016

Fimm af þessum hrossum fóru á landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal en það voru þau Stefna, Grani, Eðall, Gullbrá og Eldey.

Hross frá búinu sem fóru inn á landsmót keppnismegin, eru:

Karl frá Torfunesi IS2008166211 – Knapi: Mette Mannseth
Verdí frá Torfunesi IS2008166200 – Knapi: Hinrik Bragason
Eldur frá Torfunesi IS2007166206 – knapi: Sigurbjörn Bárðarson
Taktur frá Torfunesi IS2005166200 – Knapi: Thelma Dögg Tómasdóttir.
Hrossin Stefna og Grani frá Torfunesi voru tamin í Torfunesi í vetur af Petronellu Hannula. Stefna, Grani, Mozart, Gullbrá og Dögun frá Torfunesi voru sýnd af Gísla Gíslasyni, Dögun var síðan sýnd á yfirliti af Mette Mannseth. Eðall frá Torfunesi var sýndur af Teiti Árnasyni en þjálfaður af Agnesi Heklu Árnadóttur. Eldey frá Torfunesi var sýnd af Árna Birni Pálssyni. Glæsir frá Torfunesi var sýndur af Arnari Bjarka Sigurðarsyni og Vending frá Torfunesi var sýnd af Eyrúnu Ýr Pálsdóttur.

Það eru síðan enn fleiri spennandi hross frá Torfunesi sem við stefnum á að koma með úr ræktuninni á sýningarbrautina á næstunni að sögn Baldvin Kr. Baldvinsson bónda í Torfunesi og hann segir að þar séu fleiri demantar á ferðinni sem verið sé að slípa til á búinu.

 

Karl frá Torfunesi - auglýsingGrani frá Torfunesi - auglýsing