Föstukvöld í Þorgeirskirkju

0
62

Föstukvöld verður haldið í Þorgeirskirkju sunnudagskvöldið 22. mars kl. 20.30 (ath. breytta tímasetningu). Kirkjukórar í Þingeyjarsýslu sameinast í söng undir stjórn Margrétar Bóasdóttur söngmálastýru Þjóðkirkjunnar, kórarnir sem munu syngja eru, kór Reykjahlíðarkirkju, kór Skútustaðakirkju, kór Einarsstaðakirkju, kór Grenjaðarstaðakirkju, kór Þóroddstaðakirkju, kór Lundarbrekkukirkju, kór Þorgeirskirkju, kór Hálskirkju, kór Svalbarðskirkju, kór Laufáss- og Grenivíkurkirkju. Organistar verða Dagný Pétursdóttir, Jaan Alavere og Petra Björk Pálsdóttir. Prestarnir Þorgrímur Daníelsson og Bolli Pétur Bollason flytja hugleiðingar.  Verið velkomin!

Þorgeirskirkja
Þorgeirskirkja