Fornir fimmtudagar – Hofstaðir þriðjudagskvöld kl 20:00

0
80

Hið þingeyska fornleifafélag í samvinnu við Fornleifastofnun Íslands, stendur að gönguferða- og heimsóknadagskrá um minjasvæði í Þingeyjarsýslu sumarið 2015. Fræðimenn taka á móti gestum þar sem rannsóknir eru eða hafa verið í gangi.

Þriðjudagur 14. júlí Hofstaðir í Mývatnssveit Kl. 20:00 (2 klst.)

Í tilefni þess að Hið þingeyska fornleifafélag varð 10 ára á síðasta ári og Fornleifastofnun Íslands er 20 ára á þessu ári, þá verður efnt til sérstakrar umfjöllunar um fornleifarannsóknir á Hofstöðum í þátíð, nútíð og framtíð. Farið verður um svæðið (sem er þó allt innan 500 m frá íbúðarhúsi) og byrjað á að skoða leifar hins mikla skála frá víkingaöld.

Því næst verður litið á uppgröft miðaldakirkjugarðsins en margra ára rannsókn hans lýkur að mestu í sumar. Þar hafa fundist nærri 150 grafir frá miðöldum. Í beinu framhaldi verður fjallað um væntanlegar rannsóknir á hinu gamla bæjarstæði Hofstaða og í því sambandi rætt um þýðingu Hofstaða fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi.

Leiðsögumenn og kynnar verða margir m. a. Hildur Gestsdóttir, Megan Hicks, Adolf Friðriksson, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson. Auk þess mun aðili frá Minjastofnun Íslands fara yfir stöðu Hofstaða eins og hún er í dag. Umræður á eftir og kaffi og kleinur.

Á dagskrá seinna í sumar. Fornir fimmtudagar dagskrá 2015

Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðu Hins þingeyska fornleifafélags, www.fornleifafelag.is