Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda – Djöfulleg staða

0
191

“Þetta er djöfulleg staða sem við bændur eru í og kemur mjög illa við okkur núna” sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður landssamtaka sauðfjárbænda í viðtali við 641.is í tilefni þess að Norðlenska lækkaði verð til sauðfjárbænda um 10% í dag þegar fyrirtækið gaf út verðskrá sína fyrir sauðfjárafurðir haustið 2016, fyrst sláturleyfishafa.

Þórarinn Ingi Pétursson
Þórarinn Ingi Pétursson

“Þetta er miklu meiri lækkun en ég átti von á og það er ljóst að það þarf að hagræða enn meira á meðal sláturleyfishafa því það eru of margir smáir aðilar að selja of fáum stórum. Sláturleyfishafar hafa að undanförnum árum treyst mjög á hliðarafurðir og svo útflutning, en ekki unnið nægilega vel á heimamarkaði. Þessi verðlækkun kemur mjög illa við okkur bændur núna auk þess gæti þetta átt eftir að virka öfugt fyrir sláturleyfishafa þegar þeir selja kjötið frá sér. Við bændur megum ekki semja um verð á okkar vöru og erum því algjörlega varnarlausir gagnvart þessu. Þetta er alveg óþolandi staða”, sagði Þórarinn Ingi.