Sífellt meira er nýtt af íslensku sauðkindinni, eins og Snæfríður Ingadóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins sagði frá í skemmtilegrifrétt í gærkvöld. Norðlenska flytur nú í fyrsta skipti út ósviðnar lappir og tittlinga.
Á næstu mánuðum verður súpur úr kindalöppum á borðum fólks í Ghana og tittlingarnir enda á borðum Kínverja, að sögn Reynis B. Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska. norðlenska.is