Flugvél hlekktist á í Mývatnssveit.

0
307

Flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjahlíðarflugvelli í gær og stakkst fram af mjög háum kanti út af flugbrautinni en fór ekki af hjólunum. Hjólabúnaður öðru megin skemmdist mikið og framdekkið sprakk. Sprunga kom í framrúðuna á vélinni  auk þess sem vélin rispaðist mikið enda stakkst hún út í hraunið sem er við völlinn. Flugmaður Birgir Steingrímsson og farþegi hans, Daði Lange Friðriksson, sluppu lítt meiddir. Flugslysanefnd er að störfum á slysstað.

Flugvélin talsvert utan vallar í gær.
Mynd: Daði Lange Friðriksson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að sögn Daða Lange voru þeir félagar að koma úr fjárleitarflugi og flugu þeir yfir mjög stór svæði í gær. Þeir leituðu allt austur í Öxarfjörð og Kelduhverfi. Einnig leituðu þeir á mjög stóru svæði norður, austur og suður af Mývatnssveit.

Að sögn Daða sáust tvær kindur í Öxarfirði og ein kind sást svo skammt frá flugvellinum í Reykjahlíð, sem náðist í hús í gærkvöld. Hún var frekar horðuð og sennilega nýlega skriðin úr fönn.

Hjólabúnaðurinn er eitthvað skemmdur hægra megin á vélinni.
Mynd: Daði Lange Friðriksson.