Flugeldasala

0
88

Hjá Björgunarsveitinni Þingey sem er með flugeldasölu í húsi sínu við Melgötu í Ljósavatnsskarði, var auglýst flugeldasala til kl. 13:00 í dag gamlársdag, en vegna ófærðar og veðurs verður hægt að kaupa flugelda hjá þeim fram eftir degi. Friðrik Steingrímsson björgunarsveitarmaður og íbúi við Melgötu mun afgreiða fólk eftir því sem þarf alla vega til kl. 16:00.

GetAsset