Björgunarsveitin Þingey hefur undanfarna daga staðið í sinni árlegu flugeldasölu og salan hefur verið góð. Fréttaritari og fjölskylda fóru í flugeldaleiðangur inn í hús þeirra við Melgötu að kvöldi 30. desember samkvæmt venju. Þar var líf og fjör og mikill spenningur í fólki á öllum aldri. Boðið var uppá kaffi og konfekt eins og alltaf.
Opið er hjá þeim til kl. 14:00 í dag. Munum að fara eftir leiðbeiningum um meðferð flugelda og nota öryggisgleraugu. Bestu óskir um ánægjuleg áramót og gleðilegt nýtt ár.

