Flugeldasala í Þingeyjarsveit

0
263

Nú er mikilvægur tími runninn upp hjá öllum Hjálpar- og Björgunarsveitum landsins. Mikið veltur á að góð sala sé í flugeldum, tertum, blysum og öllu þessu sprengjudóti hjá félögunum. Þetta er þeirra stærsta fjáröflun. Við getum treyst á Hjálpar- og Björgunarsveitirnar allt árið, nú treysta þau á okkur.

Terturnar klárar

Hjálparsveit skáta í Aðaldal er með sína sölu að Iðjugerði 1. Þar er opið:

Fimmtudaginn 29. des. kl. 15:00 til 21:30
föstudaginn 30. des. kl. 15:00 til 21:30

þar er boðið uppá kaffi og með því. Þau eru með flugeldasíma 861-7608 og það er Baldur sem reddar ykkur ef þarf.

 

 

Hjá Björgunarsveitarinnar Þingey er opið sem hér segir í Melgötu 9.

28. desember 12:00 til 21:00
29. desember 12:00 til 21:00
30. desember 12:00 til 22:00
31. desember 10:00 til 16:00

Ef fólk kemst ekki á sölustað má hringja í Kalla í síma 866-9737. Björgunarsveitin minni fólk á að koma með miðana með lukkunúmerunum og bjóða uppá kaffi.

þessir eru tilbúnir í slaginn