Björgunarsveitin Þingey verður með flugeldasölu sína í húsakynnum sínum við Melgötu.
Föstud. 28. des. Kl. 17:00-21:00
Laugard. 29.des. kl. 12:00-21:00
Sunnud. 30.des. kl. 12:00-22:00
og Gamlársdag kl. 10:00-14:00.
Björgunarsveitin Þingey fékk í haust öflugan Dróna, hann getur flogið í allmiklum vindi, rigningu og snjókomu, hann er með hitamyndavélum, þetta er björgunasveitar-dróni með stóru Bjéi. Magnús Skarphéðinsson í Svartárkoti verður umsjónarmaður drónans til að byrja með, en svo verða fleiri þjálfaðir í að fljúga drónanum. Kvenfélagið Hildur, Kvenfélag Fnjóskdæla og Kvenfélag Ljósvetninga styrktu björgunarsveitina við kaup á drónanum.




Hjálparsveit skáta Aðaldal verður með sinn flugeldamarkað í húsnæði sínu að Iðjugerði
Laugard. 29.des.kl. 14:00-21:30
Sunnud. 30.des.kl. 14:00-21:30
Flugeldasímar:
869-5776 Arnar
og 849-8966 Knútur.