Flugeldasala

0
301

Björgunarsveitin Þingey verður með flugeldasölu sína í húsakynnum sínum við Melgötu.

Föstud.  28. des. Kl. 17:00-21:00

Laugard. 29.des. kl. 12:00-21:00

Sunnud. 30.des. kl. 12:00-22:00

og Gamlársdag  kl. 10:00-14:00.

 

Björgunarsveitin Þingey fékk í haust öflugan Dróna, hann getur flogið í allmiklum vindi, rigningu og snjókomu, hann er með hitamyndavélum, þetta er björgunasveitar-dróni með stóru Bjéi. Magnús Skarphéðinsson í Svartárkoti verður umsjónarmaður drónans til að byrja með, en svo verða fleiri þjálfaðir í að fljúga drónanum. Kvenfélagið Hildur, Kvenfélag Fnjóskdæla og Kvenfélag Ljósvetninga styrktu björgunarsveitina við kaup á drónanum.

Martice 200.
Steinar Karl, Þorgeir Atli, Aron Snær, Huldar Trausti og Bjarni.
Bjarni Hauksson og Þorgeir Atli Hávarsson.
Steinar Karl Friðriksson formaður Björgunarsveitarinnar Þingey og Sigrún Hringsdóttir

 

Hjálparsveit skáta Aðaldal verður með sinn flugeldamarkað í húsnæði sínu að Iðjugerði

Laugard. 29.des.kl. 14:00-21:30

Sunnud. 30.des.kl. 14:00-21:30

Flugeldasímar:

869-5776 Arnar

og 849-8966 Knútur.

Á báðum stöðum er mikið úrval af flottum vörum. Heitt á könnunni, eitthvað að maula með og skemmtilegur félagsskapur.

Okkar styrkur er ykkar hagur.