Flugeldamarkaðir og Rótarskot

0
282

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Þingey verður í húsi sveitarinnar að Melgötu 9.

 


Opnunartímar.
28.des. kl. 17:00-21:00.

29.des. kl. 12:00-21:00.

30.des. kl. 12:00-22:00.  

31.des. kl. 10:00-14:00.

Flugeldamarkaður Hjálparsveitar skáta í Aðaldal verður í húsnæði þeirra að Iðjugerði 1, norðan við Ýdali.

Sunnudaginn 29.des kl. 14:00-21:30 og

Mánudaginn 30.des. kl. 14:00-21:30.

Flugeldasímar 869-5776 Arnar og 849-8966 Knútur.

Báðar sveitirnar bjóða uppá kaffi og eitthvað með því.

Úrvalið hefur aldrei verið meira, alltaf eitthvað nýtt með þessu gamla góða.

Þau sem ekki vilja flugelda geta styrkt sveitirnar með því að kaupa “Skjótum rótum”

Hjálparsveit Skáta í Reykjadal bendir á að ef þið hafið áhuga á að kaupa rótarskot af sveitinni þá erum þau til sölu í Dalakofanum og verða þar í boði eitthvað fram yfir áramótin.

Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna.  Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og fjölmargar deildir þess um land allt. Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna.